Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 113

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 113
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 113 tímabilinu voru þeir bólusettir þrisvar; með PBS (viðmið, 10 þorskar), LPH (10 þorskar) eða TNP-LPH (25 þorskar). Fylgst var með lengd og þyngd þeirra á tímabilinu og kyn þeirra ákvarðað í lok tilraunatímans. Fylgst var með eftirfarandi vessabundnum þáttum; sér- hæfðri og ósérhæfðri bindingu IgM, styrk pró- tína og IgM í blóðvökva og prótínrofsvirkni blóðvökvans. Niðurstöður: Niðurstöður voru í samræmi við niðurstöður annarra, það er sérhæft vessa- bundið mótefnasvar var lítið. Svolítil aukning sérhæfðs og ósérhæfðs mótefnasvars var grein- anlegt við 9°C, fjórum til sex vikum eftir bólu- setningu. Lítill munur var greinanlegur milli hópanna eftir því með hverju þeir voru bólu- settir (PBS, LPH og TNP-LPH). Við 4°C var mótefnasvar ekki mælanlegt. Styrkur IgM var hærri við 9°C en 4°C og jókst er leið á tilraun- ina. Prótínstyrkur var fremur stöðugur yfir til- raunatímann og lækkaði undir lok hans. Prótín- rofsvirkni blóðvökvans sveiflaðist á tímabil- inu. V-53. Vessabundnir ónæmisþættir þorsks. I. Ahrif umhverfíshita Bergljót Magnadóttir", Halla Jónsdóttir'1, Sig- urður Helgason", Björn Björnsson2', Trond Jörgensen3', Lars Pilström4' Frá "Tilraunastöð HI í meinafrœði að Keldum, 21Hafrannsóknastofnun, "The Norwegian Col- lege of Fishery Science, University ofTromsö, 4,Dept. of Medical Immunology and Microbio- logy, Uppsalaháskóla Inngangur: Þorskurinn (Gadus morhua L.) er mikilvæg fisktegund fyrir veiðisamfélögin við Norður-Atlantshafið. Menn hafa vaxandi áhyggjur af þeim umhverfisbreytingum sem eiga sér stað samfara aukinni mengun í grennd við þetta hafsvæði og hvaða áhrif þær kunni að hafa á lífið í sjónum. Það er mikilvægt að rann- saka hvaða áhrif umhverfisbreytingar geta haft á ónæmiskerfi þorsks og þar af leiðandi næmi fyrir sjúkdómum. Þessi rannsókn er liður í því verkefni. Yfirleitt ræður tiltölulega frumstætt ónæmiskerfi fiska við sjúkdómsvarnir þeirra en þekkt er að ytri aðstæður eins og umhverfis- hitastig hafa umtalsverð áhrif bæði á hraða ónæmissvarsins og magn eða gæði. Takmarkaðar rannsóknir á ónæmiskerfi þorsks hafa leitt í ljós ýmsa óvenjulega eigin- leika. Blóðvökvi þorsks inniheldur tiltölulega mikið magn af mótefnum (IgM) með ósérvirka bindivirkni við TNP-tengd prótín, DNA og fleiri mótefnavaka. Erfiðlega hefur gengið að fá þorsk til að framleiða sérvirkt mótefnasvar við bólusetningu eða sýkingu en hann myndar samt öfluga sérvirka vörn. Efniviður og aðferðir: í þessu verkefni voru áhrif hitastigs könnuð. Þorskur var hafður við 1°C, 7°C og 14°C í 12 mánuði og eftirfarandi ónæmisþættir þá mældir: heildar prótínmagn, heildar IgM-magn, ósérvirkt mótefnasvar gegn átta mótefnavökum, hemólýtísk virkni, ensím- tálmar, lýsózým, járninnihald og járnbindigeta. Niðurstöður: I ljós kom að þættir sem tengj- ast sérvirka ónæmiskerfinu jukust við hækk- andi hitastig, en þættir sem tengjast ósérvirka ónæmiskerfinu jukust við lækkandi hitastig. V-54. Vessabundnir ónæmisþættir þorsks. II. Ahrif aldurs og kyns við breytilegar umhverfísaðstæður Bergljót Magnadóttir", Halla Jónsdóttir", Sig- urður Helgason", Björn Björnsson2', Trond Jprgensen3', Lars Pilström4' Frá "Tilraunastöð HÍ í meinafrœði að Keldum, 21Hafrannsóknastofnun, 3>The Norwegian Col- lege ofFishery Science, Háskólanum í Tromsp, 4,Dept. of Medical Immunology and Microbio- logy, Uppsalaháskóla Inngangur: Þorskurinn (Gadus morhua L.) er mikilvæg fisktegund fyrir veiðisamfélögin við Norður-Atlantshafið. Menn hafa vaxandi áhyggj- ur af þeim umhverfisbreytingum sem eiga sér stað samfara aukinni mengunn í grennd við þetta hafsvæði og hvaða áhrif þær kunni að hafa á lífið í sjónum. Það er mikilvægt að rannsaka hvaða áhrif umhverfisbreytingar geti haft á ónæmiskerfi þorsks og þar af leiðandi næmi fyrir sjúkdómum. Þessi rannsókn er liður í því verkefni. Takmarkaðar rannsóknir á ónæmiskerfi þorsks hafa leitt í ljós ýmsa óvenjulega eigin- leika. Blóðvökvi þorsks inniheldur tiltölulega mikið magn af mótefnum (IgM) með ósérvirka bindivirkni við TNP-tengd prótín, DNA og fleiri mótefnavaka. Erfiðlega hefur gengið að fá þorsk til að framleiða sérvirkt mótefnasvar við bólusetningu eða sýkingu en hann myndar samt öfluga sérvirka vörn. Efniviður og aðferðir: I þessu verkefni voru áhrif aldurs og kynferðis könnuð í tveimur hópum af villtum þorski. Sýni voru tekin við Vestfirði að vori í tiltölulega köldum sjó og við Faxaflóa að hausti í tiltölulega hlýjum sjó. Eftirfarandi þættir voru mældir í sermi þess-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.