Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Síða 115

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Síða 115
LÆKNABLAÐIÐ 1998: 84/FYLGIR1T 37 115 með propidium iodide (PI) sem er kjarnsýrulit- ur. Tiltekinn fjöldi af flúrljómandi latex kúlum (beads) í tilraunaglasinu og áveðið rúmmál sýnisins við litun gerir mögulegt að ákvarða rauntjölda hvítfrumna í blóðhlutanum. Niðurstöður: Raunfjöldi hvítfrumna í blóð- flögueiningum eftir síun var í öllum tilvikum langt innan þeirra marka sem talin eru æskileg (0,2x1 OVeiningu) samkvæmt mælingum með frumuflæðisjá. Fjöldinn var hins vegar of lítill til að hægt væri að meta hann með blóðfrumu- teljara. Alyktun: Talningu hvítfrumna í blóðflögu- þykkni eftir síun er hægt að framkvæma með til- skilinni nákvæmni og næmi með frumuflæðisjá. Venjuleg hvítfrumutalning með CellDyn er ein- ungis möguleg við gæðaeftirlit fyrir síun. Niður- stöður benda til þess að áreiðanleiki síunar sé góður í blóðbanka, en árangur hvítfrumusíunar verður metinn frekar í framhaldsrannsókn. V-57. Mótefnaframleiðandi frumur í naflastrengsblóði og blóði fullorðinna. Áhrif Epstein-Barr veirunnar og inter- leukin-4 Kristbjörn Orri Guðmundsson'1, Leifur Þor- steinsson", Sveinn Guðmundsson", Asgeir Haraldsson’’ Frá "Blóðbankanum, 21Barnaspítala Hringsins Inngangur: Mótefnaframleiðsla B-frumna í naflastrengsblóði (NSB) gefur innsýn í þroskun ónæmissvars hjá nýburum. B-frumur í NSB framleiða nánast eingöngu mótefni af IgM flokki. Ekki er ljóst hvort um vanþroskun á B- frumum, T-frumum eða báðum er að ræða. 1 mörgum rannsóknum á hæfileika B-frumna úr NSB til mótefnamyndunar hafa verið notaðar beinar mælingar á mótefnum í sermi. Markmið þessarar rannsóknar var að ákvarða fjölda mót- efnamyndandi B-frumna í NSB með ELISPOT aðferðinni og bera saman við fjöldann úr blóði fullorðinna. Efniviður og aðferðir: Blóð var fengið úr 10 heilbrigðum blóðgjöfum og 10 naflastrengjum. B-frumur voru einangraðar með segulkúlum húðuðum mótefnum gegn CD19. Einangraðar B-frumur voru umbreyttar (transformed) með Epstein-Barr veirunni (EBV) í æti með eða án interleukin-4 (IL-4). Fjöldi IgA, IgM, IgG og IgE myndandi B-frumna var ákvarðaður með ELISPOT aðferð. Niðurstöður: í blóði fullorðinna var fjöldi IgA myndandi frumna 107,8/105 einkjarna hvítfrumur en af IgM 19,5 og IgG 37,6. Við Ep- stein-Barr veiru umbreytingu jókst fjöldi mót- efnamyndandi frumna af þessum flokkum veru- lega. í NSB var lítili fjöldi IgA (5,1), IgM (25,4) og IgG (15,6) myndandi frumna. Við Epstein-Barr veiru umbreytingu jókst hins veg- ar fjöldi IgM myndandi frumna (13123,0), en fjölgun IgA (31,9) og IgG (80,1) myndandi frumna var lítil en greinanleg. Án umbreyting- ar voru engar greinanlegar IgE framleiðandi frumur í NSB eða blóði fullorðinna. Fjöldi IgE framleiðandi frumna eftir Epstein-Barr veiru umbreytingu að viðbættum IL-4 var 44,7/5xl05 frumuríNSB og 25,3/5xl05 íblóði fullorðinna. Ekki var marktækur munur á fjölda IgE fram- leiðandi frumna milli hópanna. Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til að í NSB sé að finna lítinn en greinanlegan fjölda IgA og IgG myndandi B-frumna auk IgM myndandi frumna. Þessar frumur má örva til frekari mótefnaframleiðslu. Niðurstöðurnar benda einnig til að B-frumur úr NSB hafi sam- bærilegan hæfileika til IgE myndunar og B- frumur úr fullorðnum. V-58. Samanburður á sýklalyfjanotkun barna 1993 og 1998 Vilhjálmur A. Arason, Aðalsteinn Gunnlaugs- son, Helga Erlendsdóttir, Karl G. Kristinsson, Eggert Sigfússon, Sigurður Guðmundsson, Jó- hann A. Sigurðsson Frá Heilugœslustöðinni Sólvangi Hafnarfirði, sýklafrœðideild og lyflœkningadeild Landspít- alans, Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyt- inu, heimilislœknisfræði læknadeild HÍ Inngangur: Á síðustu árum hefur verið rennt frekari stoðum undir þær tilgátur að mikil sýklalyfjanotkun hér á landi leiði til aukins ónæmis sýkla gegn algengum sýklalyfjum. í framhaldi af því hefur verið beitt markvissri fræðslu meðal fagfólks og almennings gegn óhóflegri sýklalyfjanotkun barna. Sérstaklega hefur verið ráðlagt að ekki þurfi alltaf að með- höndla vægar eyrnabólgur og varað við notkun trímetóprím-súlfa. Efniviður og aðferðir: Safnað var upplýs- ingum um: a) sýklalyfjasölu frá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og reiknaðar breyt- ingar á sölu sýklalyfja í mixtúruformi milli ára; b) sýklalyfjnotkun úr slembidreifðu úrtaki úr þýði barna á aldrinum eins til sex ára með lög- heimili í Vestmannaeyjum, Bolungarvík, Hafn- arfirði og á Egilsstöðum og þær bornar saman
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.