Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 123
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37
123
tegund (stærð þolhjúpa 15,0 x 13,lpm, bil
12,5-17,1 x 12,4-14,Opm, n=9) fannst í einum
fugli (1,1%). Tvær tegundir þráðorma fundust;
Capillaria caudinflata (sýkingartíðni 34,1%,
fjöldi orma á bilinu 1-340, meðal ormafjöldi í
fugli 37) fannst í smáþörmum eða botnlöngum
og Trichostrongylus tenuis (sýkingartíðni 11,8%,
fjöldi orma á bilinu 1-9, meðal ormafjöldi í
fugli 3,4) fannst í botnlöngum.Vefjasníkjudýr:
S. papillocerca fannst ekki. Óværa: Tvær nag-
lúsategundir fundust; Goniodes lagopi (n=76,
sýkingartíðni 75%) og Lagopoecus affinis (n=49,
63%). Við merkingar rjúpna í Hrísey sást lús-
flugan Omithomya chloropus á um það bil fjórðu
hverri rjúpu og var safnað af 14,3% fuglanna.
Blóðsníkjudýr: Fyrstu niðurstöður. Skoðun á
15% blóðstrokanna hefur ekki leitt í ljós nein
blóðsníkjudýr.
Ályktanir: Um er að ræða fyrstu skipulegu
athugun á sníkjudýrum íslenkra rjúpna en ein-
ungis fáir fuglar hafa verið rannsakaðir enn
sem komið er. Fundist hafa sjö tegundir sníkju-
dýra og hafa þrjár þeirra ekki áður verið stað-
festar hér á landi. Sum sníkjudýrin geta haft
alvarleg áhrif á heilsufar rjúpnanna, einkum ef
sýkingar eru miklar.
V-73. Sníkjudýr tveggja íslenskra húsa-
músastofna
Karl Skírnisson", Ragnhildur Magnúsdóttir",
Hildur Guðmundsdóttir", Lars Lundquist"
Frá "Tilraunastöð HI í meinafrœði að Keldum,
"Swedish Museum of Natural History Háskól-
anum Lundi
Inngangur: Markmið rannsóknanna var að
kanna sníkjudýr íslenskra húsamúsa (Mus
musculus).
Efniviður og aðferðir: Tveir aðskildir stofnar
voru athugaðir: Haustið 1995 voru athugaðar
20 mýs (sex fullorðnar og 14 stálpaðar) sem
veiddar voru í útihúsum Tilraunastöðvarinnar á
Keldum. Höfðu þær sest þar að skömmu áður.
Hinn stofninn var frá Stórhöfða í Vestmanna-
eyjum en þar hafa húsamýs haldið til um ára-
tuga skeið. Árin 1997 og 1998 voru athugaðar
þaðan 23 mýs (sjö fullorðnar, 16 stálpaðar).
Þær voru veiddar haustið 1995 (19 mýs) og
1997 (fjórar mýs). Grunur leikur á að fyrr-
nefndi músastofninn sé undirtegundin M. m.
domesticus sem hingað barst á seinni stríðsár-
unum (vestræna deilitegundin) en Stórhöfða-
mýsnar séu af undirtegundinni M. m. musculus
(austræna deilitegundin) sem hér hefur líklega
að mestu ráðið ríkjum allar götur frá því á land-
námsöld. Á næstunni verður skyldleiki músa-
stofnanna athugaður með sameindaerfðafræði-
legum aðferðum.
Niðurstöður: Alls fundust 20 tegundir
sníkjudýra. Níu tegundanna sníkja í meltingar-
vegi en 11 flokkast sem óværa. Þrjár tegundir
frumdýra fundust í meltingarfærum (Entamo-
eba muris, Eimeria falciformis* og Eimeria cf.
hindley), bandormur (Vampirolepis sp.) og
fimm þráðormstegundir (Aspiculuris tetrapt-
era, Syphacia obvelata, Heligmosomoides
polygyrus*, Trichuris muris og Capillaria sp.).
Oværutegundirnar voru óþekkt naglús, flærnar
Ctenopthalmus agyrtes og Nosopsyllus fasci-
atus, og átta sníkjumaurar. Algengastir úr þeim
hópi voru Myobia musculi*, Myocoptes musc-
ulinus*, Psorergates simplex* og Echinonyss-
us latiscutatis.
Ályktanir: Verulegur munur var á sníkju-
dýrum músastofnanna tveggja, en einungis
fimm tegundir* fundust á báðum rannsóknar-
svæðunum. Athygli vakti að maurinn Myonyss-
us decumani fannst á Stórhöfða en þessi maur
hefur áður einungis fundist á Shetlandseyjum
og finnst ekki í Skandinavíu. Engin tegundanna
getur lifað á eða í mönnum.
V-74. Skimun fyrir eitruðum prótínkljúf,
AsaPl, í útensímalausn 100 mismunandi
stofna bakteríunnar Aeromonas salmon-
icida
Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir, Herdís Sig-
urjónsdóttir, Brynja Gunnlaugsdóttir
Frá Tilraunastöð HÍ í meinafrœði að Keldum
Inngangur: Stofnar Gram neikvæðu bakter-
íunnar Aeromonas salmonicida valda kýlaveiki
í laxfiskum og hliðstæðum sjúkdómum í öðrum
fisktegundum, bæði villtum og ræktuðum.
Tegundinni er skipt í eftirfarandi fjórar undir-
tegundir: salmonicida, achromogenes, maso-
ucida og smithia. Flokkunarfræðileg skipting
tegundarinnar í undirtegundir er óljós. A. salm-
onicida stofnar sem ekki tilheyra undirtegund
salmonicida eru nefndir afbrigðilegir (atypic).
Aðaleitur margra afbrigðilegra A. salmonicida
bakteríustofna og einkennisstofns A. salmonic-
ida subsp. achromogenes, NCMB1110 er málm-
háður kasínasi, AsaPl, sem hefur mólþungann
20kDa. Sýnt hefur verið fram á að mótefni
gegn AsaPl veita vörn gegn sýkingu í löxum
og að ensímið er áður óþekkt bakteríueitur.
AsaPl er eina úteitur A. salmonicida sem er