Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Síða 128

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Síða 128
128 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 ember 1995. Á þessu tímabili voru skráðar 927 komur frá 475 unglingum. Eftir ákveðnum við- miðum var unglingunum raðað í þrjá hópa: heimanfarnir, heimanreknir og heimalausir. Skráningarblað athvarfsins sem notað var við gagnaöflun var hannað af forstöðumanni og starfsfólki Rauða kross hússins. Við komu ung- lings fyllti sá starfsmaður sem var á vakt skrán- ingarblaðið út að unglingi ásjáandi. Niðurstöður og ályktanir: Niðurstöður sýndu að mikill munur var á heimanförnum og heim- anreknum annars vegar og heimalausum hins vegar. Hins vegar er munur á milli heimanfar- inna og heimanrekinna mun minni. Það sem meðal annars var staðfest í þessari rannsókn er að yfirgnæfandi meirihluti foreldra ungling- anna býr ekki saman. Þetta bendir til að í fjöl- skyldugerðum eins og stjúpfjölskyldu og með- al einstæðra foreldra sé hættara við árekstrum milli forráðamanna og unglings eða að heimil- isaðstæður verði svo erfiðar að unglingur ákveði að fara að heiman. Stór hluti ungling- anna hafði hætt skyldunámi og skáru lands- byggðarunglingar sig þar úr. Meirihluti ung- linga í öllum hópum hafði reynslu af félagsleg- um stofnunum, eins hafði stór hluti drengjanna haft afskipti af lögreglu eða RLR. Rannsóknin sýndi að neysla tóbaks, áfengis og eiturlyfja er útbreidd meðal þeirra sem leit- uðu til athvarfsins. í samræmi við fyrri rann- sóknir sýndu niðurstöður að árekstrar innan fjölskyldu er langalgengasta orsök þess að heimanfarnir og heimanreknir unglingar leiti til Rauða kross hússins. Húsnæðisleysi og eig- in neysla voru hins vegar helstu ástæður fyrir því að heimalausir leituðu til athvarfsins. Al- mennt stóðu heimalausir mun ven- að vígi en heimanfarnir og heimalausir. Heimalausir ung- lingar eiga líklega allir forsögu sem heiman- farnir eða heimanreknir unglingar. Þau eru því viðvörun um þær hættur, svo sem vandamál í skóla, aukna neyslu, afbrot og húsnæðisleysi, sem heimanfarnir og heimanreknir standa frammi fyrir ef ekki finnst viðunandi lausn á þeirra málum. Forvarnarstarf Rauða kross hússins felst í því að halda þessum unglingum frá götunni og bjóða þeim hjálp áður en vandamálin verða yfirþyrmandi. V-84. Greining á skráningargögnum símaþjónustu Rauða kross hússins Eiríkur Orn Arnarson", Helgi Hjartarson21 Frá "lœknadeild ///, "Dagvist barna Reykja- víkurbörg Inngangur: Farið var kerfisbundið yfir öll símtöl sem borist höfðu símaþjónustu Rauða kross hússins frá opnun þess árið 1987. Mark- mið rannsóknarinnar var meðal annars að bera saman símahegðun barna og unglinga annars vegar og fullorðinna hins vegar. Efniviður og aðferðir: Öll skráð símtöl hjá símaþjónustu Rauða kross hússins á tímabilinu frá 1987 til loka október 1995, alls 26.837, voru notuð til úrvinnslu í rannsókninni. Skrán- ingarblað símaþjónustu Rauða kross hússins var notað sem mælitæki. Skráningablaðið skiptist í tvo hluta: almennar upplýsingar um símhringjanda og ástæður hringingar. Skrán- ingarblaðið var fyllt út af starfsmanni sem tal- aði við símhringjanda meðan á símtalinu stóð. Niðurstöður og ályktanir: I samræmi við niðurstöður annarra rannsókna hringdu mun fleiri stúlkur en piltar. Helmingur þeirra sem hringdu í hópi barna og unglinga var utan af landi. Skýring á því kann að vera sú að opinber félagsleg þjónusta er í lágmarki í dreifbýli. Eins getur persónuleg nálægð fólks valdið því að unglingur kýs frekar að leita með vandamál sín til utanaðkomandi aðila. Langstærsti hluti barna og unglinga hringdi á milli 12 og 16 í símaþjónustuna. Svo virðist sem börnin hringi helst þegar foreldrar eru ekki heima. Greinilegur munur er á börnum og ung- lingum annars vegar og fullorðnum hins vegar þegar litið er á umræðuefni símtalanna. Um- ræðuefni barna og unglinga tengdust þeim vandamálum sem algeng eru í bernsku og gelgjuskeiði, svo sem ástarvandamálum, örð- ugleikum í samskiptum við fullorðna, kynferð- ismálum, spurningum um líkama, þungun og fóstureyðingar. Hins vegar hringdi langstærsti hluti fullorðinna eða 32% til að leita ráða vegna barns. Stór hluti beggja hópa hringdi vegna vanlíðunar. Kynjamunur lýsti sér helst í því að stúlkur hringdu oftar vegna vandamála í ástum, þung- unar eða fóstureyðingar. I hópi fullorðinna þar sem mun fleiri konur hringdu var erindið oftast að leita ráða vegna eigin barns. Karlar hringdu hins vegar frekar til að fá ráð vegna eigin vandamála. V-85. Kopar, cerúlóplasmín og súperox- íðdismútasi í sjúklingum með Alzheimers sjúkdóm og Parkinsons sjúkdóm.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.