Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Qupperneq 130

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Qupperneq 130
130 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 Frá "taugalækningadeild og 21geðdeild Land- spítalans Inngangur: Tilgangur þessarar könnunar var að rannsaka ástand miðtaugakerfis hjá heil- brigðu eldra fólki. Efniviður og aðferðir: Viðföng voru 32 ein- staklingar sem bjuggu í dreifbýli utan stofnana. Þessir einstaklingar voru valdir af handahófi úr hópi einstaklinga í víðtækri faraldsfræðilegri rannsókn. Meðalaldur var 77,28 ár, bil 70-88 ár. Taugalæknir aflaði upplýsinga um mikilvæga félagslega og heilsufarslega þætti og gerði ítarlega taugakerfisskoðun. Taugasálfræðilegt mat veitti upplýsingar um einbeitingu, hraða hugsunar, minni á yrt og óyrt efni, almenna vit- ræna getu, vitrænt starf framheila, mál, sjónúr- vinnslu í heila og verklag. Niöurstöður: Skýrast var samband á milli útkomu taugakerfisskoðunar og taugasálfræði- legrar skoðunar hvað varðaði: 1. brenglun í lyktargreiningu og umfangsmikla ntinnisskerð- ingu (p<,05-p<,01); 2. Glabellar viðbragð og yfirgripsmikla röskun í mörgum þáttum máls og sjónúrvinnslu (p<,02-p<,05); 3. palmoment- al viðbragð og sértækt minnistap (p<,05); 4. Babinski viðbragð og einbeitingarörðugleika og skerta tjáningu (p<,01-p<,05); 5. erfiðleika við að horfa upp á við og ýmsa þætti máls og sjónskynjunar (p<,01-p<,05); 6. skert innsæi við að meta röskun á vitrænni getu annarri en minnistapi (p<,001-p<,01-p<,05). Umræða: Vandi rannsóknarinnar var skortur á breytileika á mörgum breytum í taugakerfis- skoðuninni af sökum viðfangsfæðar. Alyktanir: Uppgötvun marktækrar fylgni á milli ákveðinna afbrigðilegra merkja í tauga- kerfi og áunninnar vitsmunalegrar skerðingar ætti að leiða læknum betur fyrir sjónir að skaði í heilaberki samfara merkjum sem greinast við skoðun taugakerfis er hugsanlega algengari en menn hafa gert sér grein fyrir. V-87. Einangrun og ræktun sléttvöðva- frumna úr heilaæðum sjúklings með arf- genga heilablæðingu Finnbogi R. Þormóðsson, Ingvar H. Olafsson, Daði Þ. Vilhjábnsson, Hannes Blöndal Frá rannsóknastofu í líjfœrafrœði, læknadeild HÍ ^ I arfgengri heilablæðingu á Islandi safnast mýlildi í veggi heilaæða og endurteknar heila- blæðingar draga sjúklinginn til dauða langt fyr- ir aldur fram. Mýlildið, sem gert er úr erfða- breyttu cystatíni C, finnst einnig í öðrum vefj- um sjúklings, en veldur ekki merkjanlegum vefjaskemmdum nema í heilaæðum. Vefjarann- sóknir okkar hafa sýnt að uppsöfnun ntýlildis- ins er í nánum tengslum við sléttvöðvafrumur heilaæðanna og með tímanum hverfa slétt- vöðvafrumurnar og mýlildi sest í þeirra stað. Við höfum sett fram þá tilgátu að sléttvöðva- frumumar séu þátttakendur í mýlildismyndun- inni og líði jafnframt fyrir hana. Til að sannreyna þessa tilgátu hófum við ein- angrun og ræktun sléttvöðvafrumna úr nafla- strengsæðum og höfum sýnt með mótefnalitun- um að þessar frumur framleiða cystatín C í verulegu magni andstætt innanþelsfrumum æð- anna. Nú höfum við þróað þessa aðferð áfram og getum nú einangrað og ræktað sléttvöðva- frumur úr heilaæðum sjúklings með arfgenga heilablæðingu, sem og annarra einstaklinga til viðmiðunar. Heilaæðarnar eru meltar með blöndu af disp- asa og kollagenasa og síðan ræktaðar í DMEM næringarlausn með 10% kálfasermi, hýdró- kortisóni og insúlínlíkum vaxtarhormóni-1 (in- suline-like growth factor-1). Sléttvöðvafrumur festa sig við ræktunardisk- inn á fyrsta sólarhringnum og nálgast fullan þéttleika á innan við viku, en hafa þá tapað nokkru af ytri einkennum sléttvöðvafrumna. Með því að svipta þær fóstursermi og vaxtar- þáttum endurheimta þær spólulaga útlit sitt á ný. Frumurnar litast með mótefni gegn slétt- vöðva sérhæfu oc-aktíni, en litunin dofnar eftir því sem útlit þeirra verður ósérhæfðara. Frum- urnar litast einnig með mótefni gegn cystatíni C og samræmist það þeirri tilgátu að mýlildis- efnið komi frá sléttvöðvafrumunum að miklu eða öllu leyti. [Styrkt af RANNÍS og Heilavernd.]
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.