Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Side 11

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Side 11
FRA OÐRUM LONDUM. Vandræðamál. Fulltrúar stórveldanna hafa nú um tíma setið á fundi í Haag, höfuðborg Hollands, til þess að reyna að ná samkomulagi um ýmsar eftirstöðvar ófriðarins mikla. Er því rétt að rifja hér upp í fáum dráttum sögu þessara miklu vandræðamála. f Versalasamningnum ákváðu bandamenn, að Þjóðverjar skyldi greiða hernaðarskaðabætur svo gífurlegar, að engin von var um, að nokkur þjóð gæti risið undir þeim. Var upphæðin ákveðin 27 apríl 1921, 132 þúsund miljónir gullmarka. Spáðu þá ýmsir vitrir menn því, að hér væri stofnað til vandræðamáls, sem seint myndi lúkast. Þetta hefir ræzt. Þegar víman fór ofurlítið að rjúka úr mönnum sáu þeir, að þessu varð að breyta. Þjóðverjar gæti aldrei greitt allar skaðabæturnar, allur heimurinn biði tjón af því, að lama þá og ómögulegt væri að hafa her í Rín- arlöndunum til lengdar. Var þá farið að reyna að koma öðru skipulagi á þessi mál, en það hefir gengið æði illa að fá þeim lokið. Nú um stund hefir þessum mál- um verið skipað með hinni svo- kölluðu Dawes-samþykt. — Eftir henni hafa Þjóðverjar greitt 125 miljónir sterlingspunda á ári (um 2500 miljón kr.), sem hafa skifzt milli bandaþjóðanna. Var skift- ingin gerð á þingi í Spa, árið 1920. Áttu Frakkar að fá 52%, Bretar 22%, ftalir 10%, Belgir 8%, og aðrir minna. En þetta hefir ekki leitt til endanlegs frið- ar, og sérstaklega hefir Þjóðverj- um sviðið sárt að losna ekki við setuliðið úr Rínarlöndunum að fullu og öllu. Young-tillögurnar. Um síðustu áramót var svo skipuð nefnd sérfræðinga til þess að reyna enn að finna lausn á málinu. Formaður þeirrar nefnd- ar var Ameríkumaðurinn Owen D. Young, og hafa því tillögurnar oft verið kendar við hann, eins

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.