Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Blaðsíða 17
Stefnir]
Frá öðrum löndum.
111
Veldur þar nokkru um, hve erfitt
er að muna nöfnin. Er því bezt að
reyna að halda sér við fá nöfn.
Af því að Stefnir hefir engar
fregnir flutt frá Kína, verður að
segja hér frá viðburðum, sem fyr-
ir nokkru eru um garð gengnir.
Formaður stjórnarinnar í Nan-
king er Chiang-Kai-shek, en sá
sem valdið hefir óróanum, er
hermálaráðherrann Feng-Yu-hsi-
ang, sem hefir náð tökum í Suð-
ur-Kína, og gerzt þar uppreisn-
armaður gegn stjórninni. Hefir
hann stundum verið kallaður
„kristni foringinn“, og jafnan ver-
ið grunaður um að standa í sam-
bandi við ráðstjórnina í Rúss-
landi.
Allir menn, sem Feng hafði
skipað í embætti, voru reknir frá
völdum, og síðan hann sjálfur
formlega settur af hermálastjórn-
inni og lýstur uppreisnarmaður.
Aftur á móti fór Chiang sér hægt
um herferð gegn honum, og bjóst
við, að lið hans myndi rýrna.
Staðið hefir í mikilli deilu milli
Chiang og ráðstjórnarinnar í
Rússlandi. Nokkrir yfirforingjar
í Kwantung í Suður-Kína gerðu
uppreisn og héldu með her til
Kanton. Sagt var, að þessir yfir-
foringjar væri í sambandi við
Feng, og að í liðinu væri rúss-
neskir foringjar.
Ráðstjórnin hefir neitað því
Chiang-Kai-shek hylltur.
þvert, að hún sé í nokkru vitorði
með Feng. Hafi hún ávalt gætt
ítrasta hlutleysis í málefnum Kína.
Er sagt, að Kínverjar brosi að,
því að sannast hefir áður með
þréfum og reikningum, að ráð-
stjórnin hefir flutt vopn og vistir
til uppreisnarmanna í Kína.
Seint í júní komu þær fregr.ir,