Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Page 28

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Page 28
122 Rússneski bóndinn. [Stefnir upp úr híbýlum hinnar nýju kyn- slóðar, fara að gefa þeim gaum, sem áður gerðu óróa og spell í þjóðfélaginu. Bóndinn mun hafa vakandi auga á hinum „upplýstu" nýja tímans og á verkalýðnum, til þess að þeir geri þeim ekki sömu glennu og þeir höfðu áður gert öðrum“. Þetta eru orð þess manns, sem þekkir nákvæmlega alt ]>jóðlíf Rússa, og hefir allra manna hvass- asta dómgreind. Bókmentasaga og listasaga Rússa er skrá yfir þá menn er gerðust píslarvottar, voru reknir til Síberíu, kvaldir og líflátnir — allir fyrir trú sína á mátt rúss- neska bóndans. Allir rússneskir spekingar og öll skáld hafa átt þessa trú, og flestir farist vegna hennar. Allir andans menn Rússa hafa haft ást á bóndanum og treyst því, að hann væri sá, sem ætti að endurleysa Rússland. Á- valt hljómar þetta sama: Við eig- um ekki að kenna bóndanum, við eigum að læra af honum. öll okk- ar þekking er eins og ekkert í samanburði við það, sem hann býr yfir. Hann er ruddalegur og fá- fróður, en hann er frumlegur og heilf. f honum er aflið og fram- tíðin. Við getum aðeins bent hon- um á skipulagið. Lífinu verður hann sjálfur að blása í það skipu- lag. Takmark allra vakninga á Rúss- landi er þetta sama: Hvernig verður bændastéttin vakin og gerð að þjó5, sem veit hvað hún er og veit hvað hún vill? Fyrst þá mun kraftur rússneska bóndans losna úr læðing, og veita þeim afl- straumum um allan þjóðarlíkam- ann er geri Rússland að hinu mikla stórveldi.

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.