Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Page 33

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Page 33
Stefnir] Karlar sem kunna það. 127 EINU sinni þegar við lágum í New York kom Dicker út á skip og hitti mig. Eg þekti hann af hending, því að eg hafði gert smávegis fyrir hann. Það kemur engum við hvað það var. Brytar á skipum fást við hitt og þetta, sem almenning varðar ekkertum. ,,Felix“, sagði hann, „þér þekk- ið þennan — hérna við vitum — Stoney Barton. Hann er sá versti hundur, sem nokkumtíma hefir komist á spena. Krækið í hann fyrir mig, og þér skuluð ekki tapa á því“. Auðvitað þóttist eg ekkert vita um Stoney, og karlinn varð reið- ur. „Heyrið þér, herra Dicker", sagði eg; „hvað haldið þér að yrði um mig, ef eg færi að leysa frá skjóðunni; já, eg vil segja, hvað haldið þér að yrði um okkur ýmsa þá? Ef til mín kæmi leyni- lögreglumaður frá gimsteina-fé- laginu og spyrði mig: Felix, hve mörgum smábögglum hefir þú laumað til eins ónefnds manns í New York síðustu tvö árin?‘ — hvað segðuð þér um það, ef eg leysti frá skjóðunni?" Hann hætti alveg að spyrja mig. „Látum þetta þá vera, Felix minn. En það sárasta við þetta er það, að hann hefir stolið hjart- anu úr dóttur minni, og fer með alla hennar framtíð. Hún sem átti að giftast ljómandi myndar- Edgar Wallace. •legum lögmanni vestan úr landi, ágætis manni í alla staði, sem er vitlaus eftir henni. Ég skal hafa hendur í hári Stoneys, þó að ég verði að því alla æfi“.

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.