Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Side 38

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Side 38
132 Karlar sem kunna það. [Stefnir tveggja manna spil við mig. En ég þori það ekki hans vegna. Ég kem á hann óorði“. Lafferson var slingur félagi og góður kunningi Stoneys. Honum hafði gengið illa þrjár ferðir, og var nú að þrautreyna í fjórða sinn. Hann var búinn að segja Stoney, að ef hann ekki kæmist á góðan spena í þessari ferð, yrði hann að fá sér vinnu í landi. Ég vissi að Stoney vildi feginn hjálpa Lafferson, en nú var gamli maðurinn búinn að auglýsa hann svo, ’að hann mátti ekki svo mikið sem tala við Lafferson eða láta nokkurn mann vita að þeir þektist, til þess að fella ekki á hann grun. Dicker gamli var í sjöunda himni. Hann fór beina leið til dóttur sinnar og sagði henni frá öllu saman. „Ég sagði að ég skyldi dauð- drepa hann, og ég er búinn að dauðdrepa hann“, sagði hann. „Hann kemur aldrei framar á Majoric, það skal ég ábyrgjast. Ég er búinn að segja gjaldkeran- um frá honum, og yfirbrytanum og ég skal ábyrgjast að hann fer ekki með spil á þessu skipi“. Hún tók þessu öllu vel. Hún var líka rólegri, því' að hún var nýbúin að hitta Stoney uppi á bátaþilfari. Ég vissi það af til- viljun, því að ég stóð á verði fyrir þau. Ensku háskólamennirnir höfðu neitað að spila við Stoney, en þeir spiluðu við Dicker um eftirmið- daginn. Hann spilaði vel — það hafði hann sagt þeim í viðvörun- arskyni áður en þeir byrjuðu. Þeir áttu allir auðuga menn að — einn af þeim var hvorki meira né minna bróðir hertogans af Wye — og þeir spiluðu því hátt. Og það fór svo að Dicker gamli gat stungið á sig þúsund dölum þegar þeir gengu til kveldborðs- ins. „Það er hægt að vinna í spil- um án pretta, Elsie mín“, sagði hann. „Það er bara um að gera að kunna að halda á spilum. Að spila er eðlisgáfa..“ Svona tala allir miðlungs spila- menn. Einn af ensku háskólamönnun- um hafði litla dagstofu fyrir sig. Þangað fóru þeir um kvöldið og héldu áfram að spila. Ég sá gamla manninn fara inn til sín kl. 2 um nóttina, og mér sýndist mesti völlurinn af honum. Hann vakti ekki dóttur sína til þess að segja henni frá gróðanum, því að hann var enginn. Hann fór að spila við ensku

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.