Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Side 41

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Side 41
Stefnir] Karlar sem kunna það. 135 „Einu sinni lögreglumaður. — Alla tíð bófi,“ sagði hann. „Og hvað fæ eg svo fyrir það, ef eg læt yður fá þessa dýrmætu eign mína?“ Gamli maðurinn spratt á fætur. „Ef þér haldið að eg selji Elsie... . !“ „Mér hefir ekki dottið það í hug,“ sagði Stoney. „Það sem eg vil fá, ér helmingurinn af því, sem þér græðið á þessari sjóferð fram yfir níu þúsundirnar yðar.“ Gamli maðurinn varð ærið glað- ur. „Eg vil ekkert fram yfir þá peninga, sem eg hefi áður tapað....“ „Þér gangið þá að þessu? Þér spilið áfram meðan við erum á leiðinni og eg fæ helming gróð- ans.“ Eg heyrði ekki hverju Dicker svaraði, en eg vissi það, að þeir stóðu upp og fóru niður í klefa Stoneys og voru þar í hér um bil 3 klukkutíma. Um kvöldið spiluðu þeir til klukkan 10. Spilið var orðið frægt á skipinu og fjöldi fólks horfði á, svo að bófarnir komu engum hrögðum við. Stoney kom þar ekki. Hann kom þar ekki heldur næsta dag. En göngulag gamla mannsins, þegar hann gek kað borðinu og öll framkoma ensku „háskólamann- anna“ sýndu betur en nokkur orð, að Dicker hafði lært vinstrihandar bragðið til fullnustu. Kvöldið áðui' en við komum til Englands, vantaði einn af Eng- lendingunum. Þeir tóku því nýjan mann með sér. Þeir spiluðu lágt, og allur ofsi var farinn úr spila- menskunni. En Dicker var orðinn svo fimur í vinstrihandar bragð- inu, að hann sat uppi fram á nótt og spilaði við sjálfan sig til þess að skemta sér við bragðið. I hvert skifti sem hann hitti Stoney, sagði hann honum, að hann væri ekki alveg búinn að ná upp tapinu. Honum var mein illa við öll skifti. SEINASTA kvöldið sitja menn oft lengur uppi en vanalega, Klukkan var orðin 2 þegar Dick- er fór inn í klefa sinn, og þaðan í dagstofuna. Rétt á eftir var drepið á dyr, og inn kom mað- urinn, sem hafði spilað við þá um kvöldið. Hann lokaði hurðinni á eftir sér. „Hvað þá?“ sagði Dicker, og skildi ekkert í þessu. „Hvað er yður á höndum?“ Ókunni maðurinn leit á Dicker eins og hann hálfkendi í brjósti um hann (Stoney sagði mér frá þessu öllu saman seinna).

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.