Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Page 43
FRIÐARMÁLIN.
i.
Síðan ófriðnum mikla lauk,
hefir mikið verið talað um frið
í heiminum. Og sannast að segja
er ekki nema eitt til, sem gæti
greitt heiminum hernaðarskaða-
bætur er nokkru næmi, og það er
ef óhætt væri að hugsa sjer var-
anlegan frið eitthvað nær en
hann var áður.
Um allar aldir hefir ófriðurinn
verið eyðandinn mikli. Sú mæða
og það tjón, sem stríð hafa
valdið, er langt utan v'ið alt það,
sem mannlegur hugur fær gripið.
Stríðið hefir deytt mesta mann-
val þjóðanna, lagt í rústir feg-
urstu mannvirki, stöðvað viðskifti
og framfarir. Og er þá ekki á
neitt litið, nema sjálft yfirborðið.
Hitt er ef til vill meira, að hver
ófriður hefir skilið alla eftir verri
menn, fulla haturs eða ofur-
drambs, ruddalega og spilta.
Verst er þó, að í hverjum ó-
friði tapa allir. Það eru menn að
sjá betur og betur. Ef*til vill má
benda á dæmi þess, að þjóðir
hafi háð stuttan ófrið og fengið
fullan sigur fyrirhafnarlítið. En