Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Page 45

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Page 45
Stefnir] Friðarmálin. 139 tveggja. Herinn er vörnin. Hann er friðartryg-gingin fyrir borgar- ana, bæði innanlands og utan. Svo hervæðast þjóðirnar. Lög- reglan er, ef svo má segja, innsta herlínan. Svo er landherinn. Og flotinn er útvörðurinn. Herinn og flotinn er ekki til árása á aðra, heldur til þess að tryggja frið gegn árásum annara. Annað mál er það, að hann getur orðið tví- eggjað sverð. En ef ekki væri lög- reglulið í hverri borg, væri búið að ræna hana eftir nokkra klukku- tíma. Svipað myndi fara um varn- arlausa þjóð. Herbúnaður kemur vissulega oft í veg fyrir ófrið. Heimsstyrjöldin hefði orðið fyr en 1914 ef herbúnaðurinn hefði ekki verið svo mikill, að öllum ægði við að leggja út í ósköpin. Hitt er annað mál, að stórveldin voru orðin of vígbúin. Herkostn- aðurinn var meðal annars orðinn svo mikill, að annaðhvort varð að draga úr honum eða nota þetta verkfæri, sem var búið að kosta öllu þessu til. Svo mikill herbún- aður er því frekar til varnaðar en eftirbreytni. „Her og floti getur afstýrt árás, en aldrei trygt frið. Vígbúnaður til varnar er að minni skoðun óhjákvæmilegur eins og heimin- um er háttað, en þá er bezt að gæta þess, að fari vígbúnaðurinn yfir ákveðið mark er hann ekki og getur ekki orðið til þess að efla frið“. III. Önnur greinir heitir: Efling friðar með takmörkun vígbúnaðar. Vígbúnaðurinn hefir komizt út í þær öfgar, að hann hefir snúizt móti þeim tilgangi, sem hann átti að vinna að, örygginu. Rússneska stjórnin hafði komið auga á þetta, er keisarinn gaf út friðarboðskap sinn 1898. Leiddi }>að til fyrsta friðarþingsins í Haag 1899, en ekkert gerðist þar, sem gildi hafði. 1904 reyndu Bandaríkin að koma á öðru þingi í Haag, en stríðið milli Rússa og Japana kom í veg fyrir það. Loks komst þetta friðarþing á í Haag 1907. Dóm- stóll var settur, er skorið gæti úr deilum milli þjóða, og yar það merkilegt spor í áttina, og heim- urinn er nú einu sinni svona, að hann vill ekki stíga nema eitt spor í einu. Og stórveldin hervæddust hvert í kapp við annað, meðan fræðimennirnir töluðu og skrif- uðu um frið. Heimsstyrjöldin kom svo ofan á alt þetta. En í „14 greinum" Wil- sons, 8. jan. 1918 er þetta meðal

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.