Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Page 52

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Page 52
146 Milli fátæktar og bjargálna. [Stafnir ill, kaupgjald lágt. Verðið á af- urðunum er reyndar líka lágt, að minsta kosti þeim, sem selja þarf erlendis í samkepni við landbúnaðarafurðir annara landa, en það einkenni ber ekki vott um neinn blóma, þegar það stendur eitt út af fyrir sig, heldur þvert á móti. — Ráð til viðreisnar er ekki til nema það eina, sem allar framfarir atvinnuvega byggjast éii Aukning framleiðslunnar með bættum vinnubrögðum, bygðum á skynsamlegri aukningu stofn- fjármunanna. Til hins síðast- nefnda, sem er fyrsta undirstað- an, verður að koma gætilega not- að lánsfé eða gjafafé, meðan at- vinnuvegurinn getur ekki sjálfur skilað þeim arði, sem þarf til að byggja hann upp. Togaraútgerð- in í Reykjavík og Hafnarfirði mun mega teljast hafa flest ein- kenni blómans af núverandi at- vinnuvegum landsins. Þar er mik- il framleiðsla, verðið orðið lágt, ekki vegna þess að varan sé lé- leg, heldur af eðlilegri ástæðu mikils framboðs, kaupgjaldið hátt, en um fjórða einkennið, á- góðann, er mikils áfátt. Hann er misjafn, og liggur það í eðli at- vinnunnar, og að meðaltali er hann altof lítill, sem lýsir sér greinilega í því, að gömlu skipin eru ekki endumýjuð svo fljótt, sem þyrfti, og í stað aukningar undanfarinna ára, sem bygð var að miklu leyti á lánsfé, er nú komin kyrstaða. Nauðsyn efnaaukningar. Hér að framan hefir verið vik- ið stuttlega að því, hver nauðsyn það er fyrir efnahagsstarfsemiria, að stofnfjármunir atvinnufyrir- tækjanna endurnýist og aukist. Án þessarar fjármunaaukningar getur framleiðslan ekki aukist í áttina til betri fullnægingar á neyzluþörfum mannanna yfir höfuð, kaupgjald mannanna, sem atvinnuna stunda, ekki aukist, yfir höfuð engin veruleg umbót orðið á lífskjörum manna. En hér við bætist svo hörð krafa úr ann- ari átt um samskonar efnaaukn- ingu. Fólkinu fjölgar stöðugt. Hér á landi bætast nú við ár- lega eitthvað um 1000 frumvaxta. ungmenni umfram þá, sem falla frá eða hætta störfum sakir van- heilsu eða elli. Það er þess vegna engan veginn nóg að auka eign- irnar í landinu árlega svo sem þarf til sómasamlegra umbóta á atvinnuskilyrðum og aðbúnaði. þess fólksfjölda, sem fyrir er. Þar að auki þarf að leggja til ár- lega að öllu leyti stofnfjármuni

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.