Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Side 63

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Side 63
FRH ALÞINGI 1929 Sósíalistarnir. Afleggjarinn Fyrir löngu er það nú orðið kunnugt af eigin játning eins af foringjum sósíalista hér á landi, að Framsóknarflokkurinn var upphaflega ekkert annað en af- leggjari af sósíalistaflokknum. — Hafði mörgum þótt það kynleg veðrabrigði, er einn af fremstu mönnum sósíalista, Jónas Jónsson frá Hriflu, gerðist alt í einu „bændasinnaður“ og gekk í það að koma upp flokki sveitabænda. i»ögðu menn þó yfir eða töluðu fátt. En svo hljóp einhver snurða á þráðinn, og ungur maður og ör- geðja í foringjahóp sósíalista slöngvaði leyndarmálinu í allan landslýð í opinberu blaði. Hann skrifaði meðal annars: „Það er reynsla annara þjóða, að bændur skilja bezt annan þátt þjóðnýtingarinnar, samvinnuna. Greiðfærasta leiðin var því að g'era þá að samvinnumönnum, byggja á þeim grundvelli, sem lagður hefir verið með kaupfé- lögunum. Það ráð var þess vegna upp tekið, að stofna Framsóknarflokk- inn, og valdist aðallega til þess einn af þáverandi forvígismönn- um jafnaðarmanna í Reykjavík, Jónas Jónsson frá Hriflu.“ Þessi veiðiför og öll þessi laun- ráð eru nú, hvað sem hver segir, mesta hneykslið í íslenzkum stjórnmálum á þessari öld. Jafnaðarstefnan, sem átt hefir aðalheimkynni sitt í erlendum verksmiðjubæjum, en síðan breiðst út til verkalýðs í bæjum yfirleitt, er eins ólík og gagn- stæð hugsunarhætti bænda eins og unt er. Jafnaðarstefnan vill bræða alt í eina heild og gerir lítið úr sjálfstæði og frelsi þjóða sem einstaklinga, én bændur eru að eðlisfari sterkustu fulltrúar þessa hvorstveggja. Bolsjevikk- arnir á Rússlandi hafa fengið að vita af þessu einkenni bænda- fólksins. Bóndinn á eina þrá: Að

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.