Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Qupperneq 71
Stefnir]
165
Prá Alþingi 1929.
Ymsar breytingar komu fram,
bæði til þess að draga úr gjöldum
fyrir ríkissjóð og til þess að
minka hættuna við það, að þess-
ar ráðstafanir yrði til þess að
kippa úr framtaki einstakling-
anna, og varð þetta frv. loks að
lögum því að þingmenn kaupstað-
anna gátu ekki vel staðið á móti
þessari tilraun, þó að þeir hefði
litla trú á árangrinum.
Niðurlag.
Þó að ýmislegt sé enn ótalið af
því, sem sósíalistar höfðu á prjón-
um sínum á þinginu, verður þetta
að nægja, sem nú hefir sagt verið.
En svo mikið er Víst, að þetta
ætti að vera nóg til þess að sýna
öllum landslýð, hvað við liggur.
Þessir fáu menn, sem gerast svo
umsvifamiklir, hafa nú sem stend-
ur líf landsstjórnarinnar í hönd-
um sér. Og mætti ótrúlegt heita,
ef þeir menn, sem á annað borð
eru sósíalistum ekki sammála,
vilja láta það ástand haldast.
Að undanteknum nokkrum mönn-
um, sýnist Framsóknarflokkurinn
hoppa heldur nauðugur í þessu
sósíalista hafti. En hann hoppar
samt, og reynir að gera sig blíðan
á svip við þessa hörðu herra.
Aðal sjálfsvörnin var sú, að
setjast á mál sósíalistanna. Láta
þá fá bita við og við, en tefja svo
fyrir málum þeirra. Um helming-
ur af öllum frv., sem sósíalistar
báru fram, lenti í hóp „óút-
ræddra" mála.
Landsmenn þurfa að taka hér
í taumana. Gera upp við sig, hvort
þeir vilja fylgja sósíalistum eða
ekki. Og ef þeir vilja það ekki, þá
að fela þeim flokki og þeim mönn-
um umboð sitt, sem þora að horf-
ast í augu við sósíalistana og
kurla vægðarlaust niður alt þetta
þjóðnýtingarskran.
Vinnudómurinn.
Frumvarpið.
Ekkert eitt mál lýsir betur
þinginu 1929 en frumvarpið um
dóm í vinnudeilum, bæði málið
sjálft og meðferð þess.
Frumvarp þetta var flutt af
þremur íhaldsmönnum, þeim
Jóni Ólafssyni, Jóni Sigurðssyni
og Pétri Ottesen, og tveim Fram-
sóknarmönnum, Jörundi Bryn-
jólfssyni og Lárusi Helgasyni.
Mál þetta er svo kunnugt orð-
ið að varla þarf að lýsa því ná-
kvæmlega. En aðal atriði þess
eru þau, sem nú skal greina.
Stofna skal svo kallaðan
vinnudóm, og er aðal verksvið