Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Side 73

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Side 73
Stefnir] 167 Pra Alþingi 1929. skera úr. 1 síðustu vinnudeilu fóru forgörðum fyrir þessu litla og fátæka þjóðfélagi miljónir króna. Dýrustu og arðmestu veiðitækin stóðu ónotuð, og þús- undir hraustra manna urðu að ganga iðjulausir, þó að örbyrgð væri fyrir dyrum. Frumvarpið gengur út á það, að reyna að afstýra svona voða. 1 því var farið fram á, að 1. Þegar aðiljar geta ekki komið sér saman og 2. Þegar allar tilraunir sátta- semjara ríkisins reynast árang- urslausar, þá skuli, áður en voðinn dynur yfir, láta óvilhalla menn fá allar upplýsingar í hendur, munnlegar og skriflegar, og segja þeir svo, hvað þeir telji sanngjarnast í málinu. Og svo mikið traust er hér sýnt sanngirni og almenningáliti, að engin viðurlög eru sett, ekkert orð um þvingun. Var ekki von að sósíalistar trylt- ist? Var ekki von að rauði endinn á Framsókn yrði hvítglóandi? l I ) Gagnið að frumvarpinu. Gagnið að þessu frumvarpi, ef að lögum yrði, liggur í augum uppi: 1. Það er ávalt mjög mikils virði, og oft svo að úrslitum veld- ur, að fá frest, þegar í deilur slær. Sagt hefir verið af vitrum mönnum, að það myndi koma í veg fyrir allan þorra stríða þjóða milli, ef hægt væri að sjá um, að góðir menn af báðum þjóðum gæti talast við í næði áður en ó- friður væri hafinn. Það er fátið og ofboðið, æsingarnar og fljót- ræðið, sem oft hleypir öllu í bál. Frestunin ein á verkbanni af hálfu atvinnurekanda og verk- falli af hálfu verkamanna, sem felst í frumvarpinu, er því mjög mikils virði til þess að skirra vandræðum. 2. Almenningsálitið er mikill kraftur í öllum vinnudeilum. En eins og til hefir hagað, hefir al- menningsálitið hlotið að vera á reiki, þar sem ekkert hefir heyrst nema frá aðiljum sjálfum og þar oftast æði langt í milli Vonandi tækist aldrei svo illa með vinnudóminn, að hann yrði ekki leiðbeining almenningsálit- inu, og sennilega oftast svo, að hvorugum aðilja myndi tjá að ætla sér að standa á móti. 3. Dómsúrskurður vinnudóms yrði þörf leiðbeining fjrrir aðilja sjálfa, og er það ef til vill sterk- asta röksemdin með honum. Framhald á bls. 169.

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.