Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Page 79
Stofnir]
Frá Alþingi 1929.
173
ÍSLANDSBANKI H.F.
REYKJAVÍK
Tekur við innlánsfje til ávöxtunar með bestu
vaxtakjörum. — Annast innheimtur um alt
land. — Innir af hendi öll venjuleg bankastörf.
Útbú: Akureyri, Seyðisfirði, ísafirði, Vestmannaeyjum.
anda, væri það vinnuveitandinn
sem tæki bróðurpartinn til sín.
— En þetta er nú einmitt ein
sterkasta röksemdin með vinnu-
dómnum, ef þetta er satt. • Ein-
mitt einn aðal tilgan^ur allra
dómstóla er sá, að láta þann
máttarminni ná sínu, þó að hann
eigi við annan sterkari. (Ýmsum
þótti þetta, að verkamenn yrði
jafnan undir í deilum við vinnu-
veitendur, koma nokkuð í bak-
segl við fréttirnar í. Alþýðublað-
inu. Þar er æfinlega, eftir hverja
kaupdeilu, gumað af stórsigri
verkalýðsins!).
Auk þessara aðal-röksemda,
sem nú hafa verið vegnar, var
ærin skæðadrífa af slagorðum,
sem eiga skilið að lifa eitthvað,
svo sem: „Verkamenn eiga einir
að ráða“ (það eru „jafnaðar-
menn“ sem tala). „Lögunum skal
aldrei verða hlýtt!“ „Útgerðar-
menn munu bera fé í dóminn“.
Hér hafa nú verið nefnd helztu
rök með og móti.
Málsmeðferðin. „Miðflokkurinn!“
Frumvarp þetta var borið fram
viku af þingi, og hafði því sæmi-
legan tíma fyrir sér. Flutnings-
menn voru úr báðum stóru flokk-
unum á þingi. Á móti því voru
sósíalistar einir í raun og veru,
þó að Jónas Jónsson veitti þeim