Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Page 81

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Page 81
Stefnir] Frá Alþingi 1929. 175 var til neins að eiga við það meira. Eins og kunnugt er, er Fram- sókn stundum að leita sér til- veruréttar með því að þykjast vera „miðflokkur". í þessu vinnu- dómsmáli sýndi hún vel kraft sinn og áhrif í þessari stöðu. Allstaðar þar sem rætt hefir verið um vinnudóm og annað það, sem miðar að því, að koma í veg fyrir vinnustöðvanir, hafa það verið „miðflokkarnir“, sem hafa komið með sterkustu tillögurnar og barist eindregnast fyrir því, að setja slíkar deilur niður. Mót- spyrnan hefir svo komið frá verkamönnum annarsvegar og vinnuveitöndum hinsvegar og það ekki síður frá þeim. Hér fór nú svo, að meðal flutn- ingsmanna frumvarpsins var einn af stærstu vinnuveitöndum lands- ins. Aðrir stórir atvinnurekendur börðust eindregið fyrir málinu. Hér bauðst því svo gott tækifæri til þess að koma málinu fram, að þar sannar bezt óheilindi Fram- sóknar, þegar hún þykist vera „miðflokkur", að hún lætur þetta tækifæri ónotað, en hjálpar í þess stað sósíalistum til þess að kæfa málið. (Framh. í næsta hefti). Ætííð þjer að gífta yðtir? Auðvitað hafið þjer hugsað yður heimilið með öllum nýtísku þægindum. Eldhúsið skemtilegt með öllum nauðsynleg- um áhöldum, smekklegu postulini og fallegu gleri, hnífum, sem ekki þarf að fægja, enskum plettskeið- um og göfflum og nýtisku bús- áhöldum. Svefnherbergið með fallegum rúmteppum og sængurverum, sótthreinsað fiður, fiðurhelt efni, sem ekki svikur, þvottastell og smekklegur og hald- góður dúkur á gólfi. Borðstofu með nýtísku gardinum, fallegum borðdúk og samstæðum serviett- um, dívan og borðteppi, sauma- borði og öðrum þægindum. Gangar og stigar lagðir haldgóðum tepparenningnm Hvort heldur þjer eruð vel eða miður efnum búin, getið þjer fengið þessa ósk yðar uppfylta, með því að gera innkaupin i EDINBORG.

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.