Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Side 91

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Side 91
Stefnir] Kviksettur. 185 salurinn var) nýr, hékk þar einu sinni mynd eftir alveg ókunnan listamann, sem hét Priam Farll. Þessi mynd vakti svo afskaplega eftirtekt, að mánuðum saman hitt- ist ekki menntað fólk öðru vísi en minnast eitthvað á hana. Allir voru á einu máli um það, að hér væri kominn fram listamað- ur af guðs náð. Eina vafamálið, sem erfitt virtist að leysa úr, var það, hvort hann væri mesti mál- ari, sem nokkurn tíma hefði uppi verið, eða aðeins mesti málari síð- an Velasquez leið. Það er ekki gott að segja, hve lengi þessi vandaspurning hefði þvælst fyrir mönnum, ef ekki hefði sigið út sú fregn, að mynd þessari hefði verið hafnað af konunglegu sýn- ingarnefndinni. Þá var eins og allir yrði sammála og allir æptu einum rómi, að sýningarnefnd þessi ætti engan tilverurétt leng- ur. Málið komst jafnvel í parla- mentið, og tók þar þrjár mínútur af hinum dýrmæta tíma löggjaf- anna. Ekki gat sýningarnefndin afsakað sig með því, að henni hefði skotist yfir myndina^ því að hún var hvorki meira né minna en 5 fet á annan veginn og 7 fet á hinn. Og mynd þessi var af lög- regluþjóni í fullri stærð, dæma- Smekklegast úrval af Haustskófatnaði Karlmanna og Kvenna í nýjustu litum og gerðum. - Verðið lækkað að mun. - m m m - Sokkar í mestu úrvali. - Allir nýjustu litir nýkomn- ir. - - - Allar stærðir. m m m Stefán Gunnarsson Austurstræti 12 (Gegnt Landsb.)

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.