Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Blaðsíða 7
LÍFSSKOÐANIR og STJÓRNMÁL
(ERINDI FLUTT Á HEIMDALLSFUNDI).
Eftir Knút Amgrímsson.
Eg hefi stundum séð því haldið
fram, að lífsskoðanir og stjórn-
málaskoðanir væru í eðli sínu
óskyldir hlutir. - Einkum man eg
eftir því, að það var gagnrýnt í
einhverju af blöðum íhalds-
flokksins á sínum tíma, að Fram-
sóknarblöðin voru sífellt að tala
um það, að lífsskoðanir Fram-
sóknarmanna væru eitthvað og
eitthvað, en lífsskoðanir „Ihalds-
ins“ eitthvað annað. I „íhalds“-
blaðinu var því haldið fram, að
mig minnir —, að ekki gæti verið
um það að ræða, að lífsskoðanir
skiptu mönnum í þessa flokka;
hvor flokkurinn um sig væri skip-
aður mönnum með ólíkustu og
sundurleitustu lífsskoðanir; það
væru aðeins viðhorf manna til
einstakra mála, sem skipuðu
mönnum í flokka.
Eg skal nú ekki fara út í það,
að rökræða, að hve miklu leyti
þessi staðhæfing hefir verið rétt-
mæt á sínum tíma. Það getur orð-
ið, senn hvað líður, viðfangsefni
íslandssögunnar. Þetta var ritað
all-löngu fyrir 1930, og síðan
hafa margir hlutir breytzt. Hitt
læt eg mér aftur á móti ekki á
sama standa, hvort þetta á við nú,
einmitt á þeim tíma, sem nú er að
líða, og ,,praktiskt“ á litið kemur
það manni einna mest við.
Hvað stjómmálaskoðanir eru,
ætti ekki að þurfa að skýra fyrir
mönnum, sem eru í stjórnmála-
félagi. En hvað lífsskoðanir eru,
er eflaust réttmætt að athuga,
áður en lengra er haldið út í þetta
efni. Lífsskoðun er það álit, sem
maður myndar sér, á eðli og að-
stöðu sjálfs sín sem lifandi og
starfandi vei'u á jörðunni og í al-
heiminum. Lífsskoðun eins manns
er það, hvernig hann svarar þess-
um spurningum: Hvað er eg? —