Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Blaðsíða 65
Stefnir]
Pólitískt sög-uágrip.
63
inganna, sem framundan voru.
Það var því ekki furða þó að
Framsókn gerði nú endurteknar
tilraunir til þess, að sýnast sam-
mála. Þá var það og skiljanlegt,
að þeir kærðu sig ekki um, að
láta bera á sambandi sínu við
sósíalista, réct áður en þeir átcu
að ganga fram fyrir bændur. —
Ekki var þó einingin svo mikil, að
Jónas kæmi enn sínum áhugamál-
um með neinum hraða áiram í
þinginu, og lentu bæði hjúin,
fimmtardómurinn og „amma“ 1
þingrofinu.
En nú kemur nýtt mál fram á
sjónarsviðið, það mál, sem mestu
hefir ráðið um stefnur og a'.burði
í landsmálunum síðustu árin, en
það er stjórnarskrármáHS.
Saga þess á vetrarþinginu er þó
mjög stutt. Og þó að ótrúlegt
megi virðast, eru upptök þess hjá
stjórninni. Er það ef til vill ein-
hver skýrasti vottur um gæfu-
leysi þessarar stjórnar, sem nú
var komin á leiðina frá einni
hrakförinni til annarar.
Það var löngu orðið ljóst, að
kosningafyrirkomulagið til al-
þingis var orðið úrelt og gaf
enga tryggingu fyrir því, að al-
þingi væri slcipað í samræmi við
vilja kjósendanna. Samt sem áð-
ur höfðu Sjálfstæðismenn verið
þeirrar skoðunar, að í lengstu lög
bæri að forðast að leggja út í þá
baráttu, sem slílcum breytingum
fyigja, meðan ekki lægju fyrir
órækar sannanir þess, að minni
hlutinn gæti farið með völdíland-
inu. í kosningafyrirkomulaginu
var líka einn ljósdepill, og þaðvar
landskjörið, sem fór fram með
hlutfallskosningum, og jafnaði
því nokkuð það misrétti, sem hin-
ar kosningarnar gátu valdið.
En nú framdi stjórnin það fá-
heyrða tiltæki, að bera fram
frumvarp til breytinga á stjórn-
arskránni, þar sem leggja átti nið-
ur landskjörið án þess að veita
nokkra ívilnun í staðinn. Hér var
því afturhaldið í sinni römmustu
mynd. Það var farið fram á að
nema burtu úr kosningafyrir-
komulaginu eina atriðið, sem var
í samræmi við nútíma hugmynd-
ir um fulltrúaval.
Gegn þessu tilræði var því ekk-
ert svar til annað en það, að þeir
flokkar, sem útundan höfðu orð-
ið, tækju höndum saman til varn-
ar, þó að þeir væru að öðru leyti
römmustu andstæðingar í lands-
málum öllum. Þeir gengu því inn
á afnám landslcjörsins með þeirri
viðbótarbreytingu, að lagfæra
mætti kosningarréttinn einnig á.
öðrum sviðum.