Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Blaðsíða 100
98
Kraftaverk Andkrists.
[Stefnir
MeSan hann horfði á hina heilögu
mynd, lá hann á knébeð.
Myndin sýndi lítið barn vafið
reyfum, en það hafði gullkórónu
á höfðinu, gullskó á fótunum og
reyfar þess glitruðu allar af skart-
gripum, er nauðstaddir menn,
er leitað höfðu ásjár þess, höfðu
gefið því. Og veggir bænhússins
voru þaktir spjöldum, er skýrðu
frá, hversu það hafði bjargað úr
eldsvoða og sjávarháska, hversu
það hafði læknað sjúka og hjálp-
að í hverskonar raunum. Er
munkurinn leit þetta, fagnaði
hann og sagði við sjálfan sig:
„Lofaður veri drottinn. Enn þá
er Kristur tignaður á Kapitoli-
um“.
Og munkurinn sá ásjónu lík-
ansins brosa við sér, sem væri það
á dularfullan hátt vitandi um
vald sitt, og andi hans sveif upp
í hinar heilögu hæðir trúnaðar-
traustsins.
„Hvað megnar að steypa þér af
stóli, þú máttki?“ sagði hann.
„Hvað getur steypt þér af stóli?
Fyrir þér beygir borgin eilífa kné
sín. Þú ert hið heilaga barn Róma.
Þú ert hinn krýndi, er lýðurinn
lýtur. Þú ert hinn máttki, er
kemur með hjálp og styrk og hug-
svölun. Þú einn átt að tignast á
Kapitolium“.
Munkurinn sá kórónu líkansins
ummyndast í geislabaug, er sendi
geisla sína út yfir víða veröld. Og
í hvaða átt, sem hann fylgdi
stefnu geislanna, sá hann heim-
inn þéttskipaðan kirkjum, þar
sem Kristur var tignaður. Það
var því líkast, sem voldugur
drottnari hefði sýnt honum alla
þá k'astla og virki, er verðu lönd
hans.
„Sannarlega mun þér ekki
verða steypt af stóli“, sagði
munkurinn. „Ríki þitt mun standa
að eilífu“.
Og hver sá af munkunum, er sá
líkanið, naut nokkrar stundir á
eftir huggunar og friðar, allt þar
til óttinn náði aftur tökum á hon-
um. En hefðu munkarnir ekki átt
líkan þetta, mundu sálir þeirra
ekki hafa fundið augnabliks ró.
Þannig höfðu þá munkar Ara-
coeli-klaustursins með bænahaldi
og baráttu haft sig fram gegn
um aldirnar, og þar hafði aldrei
verið skortur varðmanna, því
jafnskjótt og einn var örmagna
orðinn af ótta, brugðu aðrir við
og tóku við starfi hans.
Og þrátt fyrir það, að flestir
þeirra, sem gengu í klaustur
þetta, yrðu vitfirring að bráð, eða
dæju um aldur fram, var sem
fylking munkanna væri sífellt.