Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Blaðsíða 104
102
Kraftaverk Andkrists.
[Stefnir
SKAANE
B
Stofnsett 1884.
Höfuðstóll
12,000,000,00
Sænskar krónur
Aðalumboðsmaður á íslandi:
INGIMAR BRYNJÓLFSSON
(I. Brynjólfsson & Kvaran).
Reykjavik.
þau um yndisleik hins litla Krists-
barns, um ljúfmennsku þess, tign
og mátt.
En enska konan bjó við sífelld-
an ótta um, að einhver kynni að
komast á snoðir um, að hún
hefði stolið Krists-líkani Aracoeli-
kirkjunnar. Vegna þess þorði hún
ekki að láta neinn vita hið sanna.
„Þetta er stæling", sagði hún,
„en hún er svo vel gjörð og svo
lík frummyndinni, sem frekast
getur verið um eftirgjörða
mynd“.
Um þetta leyti hafði frúin
unga þjónustustúlku, ítalska. Eitt
sinn, er hún gekk um herbergið,
nam hún staðar frammi fyrir lík-
aninu og ávarpaði það:
„Vesalings Jesúbarn, sem ert
í rauninni ekki það, sem þú ert
sagt vera, ef að þú aðeins vissir,
að hið rétta og sanna Krist-barn
liggur í allri sinni dýrð í hvelfingu
Aracoeli-kirkjunnar, og þar
liggja María og heilagur Jósep og
fjárhirðarnir á knjám frammi
fyrir því. Þú ættir bara að sjá,
hvernig börnin standa í litla pre-
dikunarstólnum beint frammi fyr-
ir því og hvernig þau hneigja sig
og kyssa á hönd sér til þess og
halda yfir því þær fegurstu ræð-
ur, er þau megna“.