Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Blaðsíða 98
96
Kraftaverk Andkrists.
[Stefnir
niður af fjallshlíðinni og hvarf
sýnum.
Daginn eftir sendi Augustus út
fyrirmæli, er bönnuðu stranglega
að honum væri reist musteri á
Kapitolium. 1 þess stað lét hann
reisa vé hinu nýfædda barni guðs
og nefndi altari himinsms, Ara
coeli.
II.
Hið heilaga barn Rómaborgar.
Á tindi Kapitols gnæfði klaust-
ur, og bjuggu í því munkar af
reglu hins heilaga Franciskusar.
En eiginlega var hér frekar um
kastala en klaustur að ræða. Það
líktist varðturni við sjávar-
ströndu, þar sem menn skima og
njósna um aðvífandi óvinaher.
Við hlið klaustursins lá hin
fagra basilíka Santa Maria in
Ara coeli. Kirkja þessi var reist
í minningu þess, er valvan á þess-
um stað birti Augustus keisara
Krist. En klaustrið hafði verið
reist vegna þess, að menn óttuð-
ust um að spásögn völvunnar
mundi fram koma, og að And-
kristur mundi verða tignaður á
Kapitolium.
Munkarnir skoðuðu sig sem
hermenn. Er þeir gengu í kirkju,
til þess að syngja tíðir eða biðjast
fyrir, fannst þeim, sem gengu
þeir á virkisgörðum og að þeir
sendu þaðan örvajel gegn árás-
arliði Andkrists.
Þeir höfðu Andkfist æ í huga,
og var öll tíðagerð þeirra sem or-
usta, háð í því skyni að varna
Andkristi að ráðast inn á Kapi-
tolium.
Þeir drógu hettur munkakufla
sinna fram yfir augu og sátu og
skimuðu í allar áttir. Augnaráð
þeirra var æst og starandi, og
sí og æ þóttust þeir koma auga
á Andkrist.
„Þarna er hann, — þarna er
hann“, hrópuðu þeir. Og aðrir
sögðu: „Hvað stoða bænir og yf-
irbót? Valvan hefir sagt, að And-
kristur hljóti að koma“.
En þá svöruðu aðrir:
„Guð getur gert kraftaverk.
Ef tilgangslaust væri að veita við-
nám, mundi hann ekki hafa látið
völvuna vara oss við“.
Og ár eftir ár vörðu munkar
hins heilaga Franciskusar Kapi-
tolium með meinlætingum sínum
og guðsþakkaverkum og boðun
guðs orðs.
Þeir vörðu það öldum saman,
en er tímar liðu lengra fram, urðu
menn æ vanmáttkari og þrek-
minni. Munkarnir sögðu sín í
milli:
„Brátt geta ríki þessa heims
■