Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Blaðsíða 48
46
St j órnmálaþættir.
[Stefnir
það, að styðja hverja viðleitm til
þess að bjarga atvinnuvegunum
frá hættu af hruni bankans.
Nú var þá ekki nema um tvennt
að velja fyrir stjórnina: Vtrða
undir, og fara frá völdum eða
láta undan. — NauSsyn Iandsins
hafði ekki getað sveigt hana út af
braut sinni í þessu máli. En nú
var hún sjálf í veði. Hvort var nú
meira virði í hennar augum? —
Þetta átti nú brátt að koma í ljós.
Þegar frv. þetta kom á dag-
skrá fékk stjórnin það tekið út
í bráð. Og skömmu síðar kom svo
fjármálaráðherra með breyting-
artillögur við skiftameðferðarfrv.
sitt, breytingartillögur, sem voru
alveg nýtt frumvarp, en var efn-
islega alveg sama lausn á málinu
eins og í frv. n. d. þingmanna, en
nokkuð öðruvísi útfært. — Aðal-
atriðið var það, að stjórnin rann
nú frá allri sinni fyrri aístöðu,
þegar líf hennar var í veði. Voru
tillögur hennar samþykktar bæði
í efri deild og við eina umræðu í
neðri deild með nokkrum breyt-
ingum, og er niðurstaðan af mál-
inu kunnari en svo, að frá þurfi
að skýra. íslandsbanki er endur-
reistur með 3 miljón króna for-
gangshlutafé úr ríkissjóði og renn
ur jafnframt inn í annan banka
miklu minni, sem stofnaður er,
og heitir Útvegsbanki íslands o.
s. frv. I hann leggur ríkissjóóður
1V2 miljón króna, svo að fram-
lagið er þá alls komið upp í 4Vá
miljón króna.
Þetta var þá happasæl lausn á
málinu, og hart, að aðal þö.skuld-
urinn á leið þess skyldi vera sjálf
sijórnin, sem átti að hafa for-
göngu í björgunarstarfinu.
Herfilegri frammistaða í stór-
máli hefir aldrei sést hér á landi,
og mesti gallinn á lausn málsins
var sá, að þurfa að afgreiða það í
hendur þeirrar stjórnar, sem var
svo átakanlega búin að sanna, að
hún kunni ekki með bankamál að
fara.
Meira skal svo ekki segja hér
um afskifti stjórnarinnar af
bankamálum. Væri þó margt til
ef rúm leyfði, t. d. sú ráðstöfun,
að taka lánsstofnanir, sem stjórn-
að hafði verið ágætlega með litl-
um tilkostnaði, og búa til „banka“
undir ofboðslega dýrri stjórn,
mest að því er virðist af fordild
og svo náttúrlega til þess að bæta
úr „atvinnuleysi“ verðugra flokks
manna. Og auðvitað er sá banki
með ríkisábyrgð. Bankastarfsem-
in í landinu er því nú, beinlínis
og óbeinlínis, öll hjá ríkinu.
Hvað allt þetta fávíslega og ill-
girnislega athæfi í bankamálun-