Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Blaðsíða 37
Stefnir]
Stjómmálaþættir.
35
og að þetta nægði fullkomlega til
allra þarfa ríkissjóðs. Þó buðu
Sjálfstæðismenn dálitla hækkun
á verðtollinum til samkomulags.
Tillögur stjórnarinnar voru
þær, að hækka vörutollinn þann-
ig:
Kolatollur úr 1,00 kr. í 3,00 kr.
Salttollur úr 1,00 kr. í 1,50 kr.
Tunnutollur tekinn upp aftur.
Kornvörutollur sömuleiðis.
Alls var þessi tollaauki áætl-
aður tæp hálf milljón.
Þá var lagt til að hækka verð-
tollinn um þriðjung.
Þá komu jafnaðarmenn með
25% hækkun á tekjuskatti, og
fleiri tillögur voru á ferðinni til
tekjuöflunar.
Nokkuð var dregið úr vöru-
tollshækkuninni, en samt voru
keyrðar í gegn hækkanir, sem
nema mundu um 1 milljón.
Nátturlega sýndi reynslan, að
þessi skattahækkun var alger-
lega óþörf. Tekjuafgangur árs-
ins varð IV3 milljón kr. og hefði
því útkoma ársins verið ágæt í
höndum góðrar stjórnar án
skattahækkunar. — En það kom
nú brátt í ljós að það var allt
annað sem nú var á döfinni en að
reka gætilegan ríkisbúskap.
Það er góð og gild regla, að sjá
jafnan um það, að tekjur fáist
nægar til nauðsynlegra gjalda.
En jafnnauðsynlegt er hitt, að
halda gjöldunum innan þeirra
takmarka, sem gjaldaþol og af-
koma leyfir. Ríkisbúskapurinn
getur að vísu borið sig með háum
gjöldum og háum sköttum, en
það kemur fram á atvinnuvegun-
um og afkomu þjóðarinnar.
í veltiárum þeim, sem nú fóru
í hönd þurfti ekki að hækka
skatta frekar. Peningarnir hrúg-
uðust inn í ríkissjóðinn, eins og
sýnt hefir verið hér að framan.
En á hæstu stöðum var öllu komið
í lóg og miklu meiru. Engin leið
var því að fá skatta lækkaða eða
safna til vondu áranna.
Skattaæðið.
Svo þegar kreppan dynur yfir
og allt er lamað af fjárhags-
vandræðum, þá er á ný farið að
hugsa til skattahækkana. Kálf-
arnir stóðu í röðum á jötunni og
vaxta og afborganahítin var lítt
seðjanleg. Þingin 1932 og 1933
eru beinlínis mótuð af þessu
skattafargani. Skattaþörfin ann-
ars vegar og stjórnarskrárkrafan
hinsvegar eru þau tvö skaut, sem
þingsaga þessara ára snýst um.
Þetta kom mjög skýrt fram á
þinginu 1932. Þá er bifreiðaskatt-
urinn þrefaldaður um leið og hon-
3*