Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Blaðsíða 79
Stefnir]
Pólitískt söguágrrip.
77
stjórnin framkvæmt, án nokkurr-
ar íhlutunar löggjafarvaldsins.
En skipulagning á sölu afurða
landbúnaðarins Innan lands og
ráðstafanir til hækkunar á vöru-
verði landbúnaðarvaranna á-
kvörðun lágmarksverðs, t. d. er
ekki hægt að koma í framkvæmd
nema með nýrri löggjöf. En þing-
flokkur Framsóknarmanna og
Jafnaðarmanna eru nú sem stend-
nr ekki nógu sterkir til þess að
koma einir slíkri löggjöf fram í
Alþingi, því að Sjálfstæðisflokk-
urinn hefir stöðvunarvald í efri
deild.
Málin liggja því þannig fyrir,
að hin nýja stjórn hefði getað
framkvæmt kauphækkunina fyrir
verkamenn, en hún hefði ekki get-
að framkvæmt kauphækkunina
fyrir bændur. (Auðk. af höf.).
Það verður stærsta mál Fram-
sóknarflokksins, nú á næstunni,
að koma í framkvæmd marg-
nefndum ráðstöfunum til hækk-
unar á verði landbúnaðarafurð-
anna innan lands. Framsólcar-
flokkurinn ber ábyrgðina á því,
að koma því máli fram.
Við höfum ekki bolmagn til
þess einir, og það má gera ráð
fyrir því, að við getum ekki komið
því fram einir eftir næstu kosn-
ingar.
Við þurfum því að koma því
fram með samningum við aðra.
Það er ólíklegt, að við komum
því fram með aðstoð Sjálfstæðis-
manna, því að löggjöf um þetta
hlýtur að verða mjög í gegn hags-
munum kaupmannastéttarinnar.
Það er miklu líklegra, að
bændafulltrúarnir á íslandi verði
að fara eins að og bændafulltrú-
arnir í Danmörku og Svíþjóð, að
koma fram hækkun á verði land-
búnaðarafurðanna með samning-
um við Jafnaðarmenn.
Og þá kemur spurningin: Hvað
verðum við þá að láta á móti, til
þess að jafnaðarmenn semji við
okkur um þetta?
Svarið liggur ákaflega beint
við. Það verður samið í aðalat-
riðum svona: Kauphækkun fyrir
verkamenn við opinbera vinnu.
Kauphækkun fyrir bændur með
hækkuðu verði landbúnaðaraf-
urða. Tíu aura hækkun á tíma-
kaupi er tíu aura hækkun á kjöt-
pundi.
Samningarnir um það eiga að
gerast, þegar hægt er að gera þá,
þ. e. eftir næstu kosningar.
Eg bar því fram í flokknum
svohljóðandi tillögu:
„Út af þeirri stjórnmálalegu
aðstöðu, sem nú liggur fyrir, á-