Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Blaðsíða 92
KRAFTAVERK ANDKRISTS.
Eftir Selmu Lagerlöf.
[Kaflar þeir, er hér fara á eftir eru inngangurinn aö langri sögu. f þeim er
sleginn grunntónn sögunnar: Kristur og Andkristur eru hvor öðrum líkir að ytri
sýn, og því villast menn á þeim, en í eðli sínu eru þeir andstæðurnar mestu].
Sýn keisarans.
Það var á þeim tímum, er Au-
gustus var keisari í Róm, og
Heródes konungur í Jerúsalem.
Þá kom það fyrir eitt sinn, að
hátignarleg og heilög nótt féll yf-
ir jörðina. Var nótt þessi myrkari
en nokkur maður hafði áður lif-
að; var engu líkara en að jörðin
hefði villst inn í niðdimmt kjall-
arahvolf. Ógerningur var að gera
greinarmun á láði og legi, engin
leið að rata um hinar þekktustu
stöðvar. Var og ekki annars að
vænta, því engum ljósgeisla staf-
aði niður frá himninum. Allar
stjörnur héldu kyrru fyrir í hús-
um sínum, og hið góða tungl
snéri ásjónu sinni frá jörðu.
Og jafn djúp myrkrinu var
þögnin og kyrrðin. Fljótin höfðu
stöðvast í farvegum sínum, eng-
inn andvari bærðist, jafnvel blöð
asparinnar bifuðust ekki lengur.
Hver sá, sem gengið hefði fram
með sjávarströndinni, mundi hafa
tekið eftir því, að aldan féll ekki
lengur á land, og sá, sem reik-
að hefði um eyðimörkina, hefði
ekki heyrt sandinn marra undir
fótum sér. Allir hlutir voru sem
steingjörðir og grafkyrrir, til þess
að rjúfa ekki kyrrð hinnar hei-
lögu nætur. Grasið dirfðist ekki
að gróa, döggin féll ekki á jörð-
ina, og blómin áræddu ekki að
anga.
Á þesari nóttu leituðu rándýrin
sér ekki bráðar, höggormarnir
bitu ekki og hundarnir geltu ekki.
En hið undursamlegasta af öllu
var þó, að enginn hinna lífvana