Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Blaðsíða 90
88
Fjárstjórn Isafjarðar.
[Stefnir
vangreidda leigu um 80 þús. kr.
og lán veitt félaginu um 40 þús. kr.,
alls 120 þús. kr. Eru þá ótaldir
vextir af vangreiddri leigu undan-
farinna ára, minst 12 þús. kr.
4. Bíóið. Bærinn hefir nú um
nokkurra ára skeið rekið bíó. Það
þótti gott fyrirtæki meðan það var
í einstaklinga höndum, en bænum
hefir það engan arð gefið.
Fjárstjórn bæjarins.
Hér hafa menn þá séð ofurlítið
dæmi upp á þjóðnýtingu í höndum
jafnaðarmanna. En um fjárstjórn
sjálfs bæjarins fæst sæmileg mynd
af eftirfarandi athugunum:
Skuldir í ársl. 1933 um 710.000 kr.
— — 1923 — 240.000 —
Hækkun skulda — 4-70.000 —
Eignaukning á sama tíma:
Arðberandi eignir um 280.000 kr.
óarðberandi — — 30.000 —
Auknar útist. skuldir,
að verðmæti .. .. — 40.000 —
Samtals 350.000 —
Hagurinn hefir því versnað um
120,000 krónur.
1 drslok 1933 er hagur bæjarins
þessi:
1. Halli d rekstri bæjarins á ár-
inu 1933 var um 33,000 krónur.
2. Bærinn er í megnum vanskil-
um. Áfallnir vextir á lánum bæj-
arfélagsins á árinu eru að mestu
leyti ógreiddir.
Brunabótagjöld af húseignum,
sem greiðast áttu 15. október eru:
ógreidd.
Fasteignoskattur til ríkissjóðs
og mestur hluti skemtanaskatts er
ógreitt.
Langmestur hluti þess, sem bær-
inn átti að greiða óðrum bæjar- og
sveitafélögum vegna þurfamanna,
sem þar dvelja, er ógreitt.
Þessar kröfur, sem bærinn hefir
ekki getað staðið skil á á árinu,
eru 50—60 þúsund krónur.
Fjdrsukkvð:
Á þessum fjársukksárum hefir
bærinn selt eina fasteign á 115.000
krónur. Á eigninni hvíldu veruleg-
ar veðskuldir. En í stað þess a5
láta andvirðið renna til greiðslu
þessara skulda, hefir það verið not-
að sem eyðslueyrir utan áætlunar-
Þá er vert að athuga framferði
jafnaðarmanna í verkamannabú-
staðamálinu á ísafirði, af því a5
þeir hafa jafnan talið það vera
eitt sitt mesta áhuga og metnaðar-
mál.
Á fjárhagsáætlun bæjarins 1930