Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Blaðsíða 13
Stofnir]
Lífsskoðanir og stjórnmál.
11
þetta verð eg þó að gera þá at-
hugasemd, að eg get ekki vel skil-
ið, hvernig menn hafa þjóðmála-
skoðanir og virðast jafnvel líta á
þær sem heilagt mál, — ef þeir
hafa ekki gert sér dýpri grein
fyrir því, hvers vegna þeir aðhyll-
ast þessar skoðanir.
Hvers vegna erum við Sjálf-
stæðismenn alltaf að bera ein-
staklinginn fyrir brjósti?
Hvers vegna er okkur sú hugs-
un svo ógeðfelld, að þjóðin væri
gerð að einu stóru maurabúi, þar
sem öll vinnudýrin eru eins og
ganga með sljóvum augum og
slapandi skoltum eftir vélgengum
reglum hvert að sínu skyldustarfi,
— metnaðarlaus, ábyrgðarlaus?
— Hvers vegna er okkur sú
hugsun ógeðfelld, að vera sviftir
athafnafrelsi og vera skyldaðir til
að hlýða í einu og öllu einhverri
lögboðinni ríkistízku, sem afmáir
sérkenni okkar og brýtur á bak
aftur allt, sem er frumlegt og ein-
stætt í fari hvers manns? Hvers
vegna viljum við ekki láta leysa
upp heimilin okkar, gera börn
okkar að ríkiseign og láta ala þau
upp á ríkis-uppeldisstofnunum,
ganga sjálfir að snæðingi á ríkis-
mötuneytum, láta einhverja út-
valda ríkisfulltrúa segja okkur
fyrir verkum, ákveða, hvernig við
klæðumst, hvað við lesum, hvað
við kveðum og syngjum?
Hvers vegna viljum við ekki
afsala okkur öllum rétti til að
vera hver sinnar gæfu smiður?
Er það, — eins og okkur er
stundum borið á brýn, — aðeins
af umhyggju fyrir örfáum auð-
valdsherrum? Er það aðeins af
því, að við viljum ekki vita, að
nokkrir menn, sem núverandi
þjóðskipulag gefur möguleika til
að auðgast, verði sviftir þeim
möguleikum?
Vitanlega verður hver að svara
.þessum spurningum fyrir sig. í
því efni get eg aðeins svarað frá
eigin brjósti, og eg vil strax taka
það fram, að mér gengur engin
umhyggja fyrir auðmönnum til
að vilja vernda einstaklingsfrels-
ið. Eg er nefnilega þeirrar skoð-
unar, að eins og það er hverjum
manni nauðsynlegt skilyrði til að
njóta sín, að komast heiðarlega
og sæmilega af, þá sé það hins
vegar vafasöm gæfa að vera auð-
ugur maður. Eg lít svo á, að eins
og einka-auðmagnið sjálft er
nauðsynlegt til þess að halda við
athafnalífi þjóðanna og það því
góðra gjalda vert að safna því,
þá séu þeir, er til auðæfa fæðast,
á marga lund aumkunarverðir, af
því þeir eru með því móti sviftir