Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Blaðsíða 22
20
Stjórnmálaþættir.
[Stefnir
á síðastliðnu ári, og hafði ýmist
einn, eða að meiri hluta stjórnina
á hendi, svo að allir megindrætt-
ir stjórnmálalífsins á þessum ár-
um eru hans verk.
Framsóknarflokkurinn hafði
tapað stórkostlega frá síðustu
kosningum, 1931. Hann fór úr
13.844V2 atkv. niður í 8.897 ^
og tapaði rétt að segja 5000 at-
kv. (4947). Og hlutfallstala hans
af sameiginlegu atkvæðamagni
fór úr 35.9% niður í 25%. Hefir
þetta vafalaust stafað meðfram
af því, að kosningin 1931 var ó-
eðlileg, eins og áður er getið. En
meðfram er hér um að ræða beina
rýrnun fylgis, því að atkvæða-
magnið er minna en 1927 (635
atkv.) þó að aðeins séu bornar
saman tölurnar, og mikið lakara
í júlí 1933 fóru svo fram auka-
kosningar út af stjórnarskrár-
breytingunni. Úrslit þeirra urðu
þessi:
og hefir 20 þingmenn.
— — 17 —
— - 5 —
— — 0 —
42 þingmenn.
ef hlutfallstalan er tekin (þá
29.8% en nú 25%).
En enginn flokkur hafði þó náð
hreinum meiri hluta þingsæta, og
stjórnarskifti urðu því engin.
Enda eðlilegast að láta við svo
búið standa, þar sem aðalkosn-
ingar eru fyrir dyrum. Enn er því
sama ástandið í þessum efnum,
að Sjálfstæðisflokkurinn hefir
hvorki tök í þinginu né stjórninni.
Það bíður kjósendanna í vor, að
fá Sjálfstæðismönnum þá aðstöðu
sem þeir þurfa að fá til þess að
geta leitt þjóðina út úr þeim vand-
ræðum, sem hún hefir ratað í,
síðan 1927.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk 17.153 am»., io.a i0
Framsóknarflokkurinn — 8.897'h — 25 °/„
Alþýðuflokkurinn — 6.865 — 19.3%
Kommúnistaflokkurinn — 2 674*/2 — 7.5°/0 —
35590 atkv., 100%
FJÁRMÁLASTJÓRNIN.
Stjóm íhaldsflokksins 1924—27.
Um fjármálastjórnina hafa
verið háðar harðar deilur, og má
það þó í raun réttri undarlegt
heita. Að minnsta kosti ætti ekki
að vera þörf á, að deila um sjálf-