Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Blaðsíða 110
108
Kraftaverk Andkrists.
[Stefnir
er elsta og stærsta málninga- og lakkverksmifija Noröurlanda. —
Allt, sem að málningu lýtur, er best frá þeim. Leitið tilboða hjá okkur.
2
Aðalumboösmenn fyrir ísland.
það, er hún leitaði að. Hún þreif
líkanið, vafði kápu sinni um það
og flýtti sér heim á leið. Og er
heim kom, setti hún það aftur
upp í viðhafnarsal sinn.
En er hún enn á ný sökkti sér
niður í skoðun fegurðar þess, sá
hún, að kóróna þess var orðin
beygluð. Tók hún hana því af
höfði líkansins, svo hún gæti séð
hve mikil brögð væru að skemmd-
inni, og féllu augu hennar þá á
áletranina, sem hún sjálf hafði
rist á kórónuna: „Ríki mitt er
einvörðungu af þessum heimi“.
Þá vissi hún, að þetta var hið
falsaða Kristlíkan, og að hið
sanna og rétta var komið heim til
Aracoeli.
Hún örvænti um, að sér mundi
nokkru sinni auðnast að ná eign-
arhaldi á því aftur, og hún ákvað
að fara burtu frá Rómaborg
næsta dag, því hún vildi með engu
móti dvelja þar lengur, er líkan-
ið var horfið úr eigu hennar.
En þá er hún lagði af stað, tók
hún fals-líkanið með sér, vegna
þess, að það minnti hana á það,
sem hún elskaði, og fylgdi það
henni æ síðan, hvert sem hún fór.
Hún festi hvergi yndi, en var á
sífelldu ferðalagi, og þar af