Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Blaðsíða 109
Stefnir]
Kraftaverk Andkrists.
107
Munið að vátryggja eigur
yðar þar sem:
Iðgjöldin eru lægst.-------
Tjón fljótast gerð upp.
Og þess utan alíslenskt félag.
SJóvátryggingar Brnnatryggingar.
Sjóvátryggingarfélag íslands h.f.
Reykjavík.
„Sælt er klaustur vort, Ara-
coeli, er hvílir undir verndar-
væng drottins, framkvæmir vilja
hans og nýtur blessunar náðar-
gnægta hans“.
Þá er forstöðumaður klausturs-
ins hafði þannig mælt, tók hann
falslíkanið í hönd sér, gekk fram
kirkjugólfið og lauk upp hinum
miklu aðal-inngöngudyrum. Síð-
an gekk hann út kirkjustéttina,
fyrir neðan hann lá hið háa og
breiða uppgöngurið, með eitt
hundrað og nítján þrepum, sem
liggur niður af Kapitolium-hæð-
inni. Og hann hóf líkanið hátt yf-
ir höfuð sér og hrópaði hárri
röddu: „Bölvaður sért þú, And-
kristur“, og slöngvaði því niður af
tindi Kapitolium, út í heiminn.
III. í Strætisvirkinu.
Þá er hin auðuga enska kona
vaknaði næsta morgunn, saknaði
hún líkansins, en vissi ekki hvar
þess skyldi leita. Hún hugsaði þó
helst, að munkar Aracoeli-klaust-
ursins mundu hafa tekið það.
Hún gelck því í skyndi upp til
Kapitolium, til þess að vita hvers
hún þar yrði áskynja.
Hún gekk, unz hún kom að
marmarariðinu mikla, er liggur
upp að Aracoeli-kirkjunni. Hjarta
hennar barðist ákaft af fögnuði,
því á neðsta þrepinu lá einmitt