Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Blaðsíða 36
34
Stjórnmálaþættir.
[Stefnir
drægt fyrir öllu þessu, sem nú
hefir verið talið, án nokkurrar
lántöku.
En nú þurfti til alls þessa að
taka lán. Allar umframtekjurnar
fóru til annars, og dæmin hér að
framan sýna, að það var engin
furða þó að mikið þyrfti.
Af þessu öllu saman má sjá,
hvernig Framsóknarstjórnin kom
fénu í lóg. En skeð er skeð. Þjóðin
fær nú um óákveðinn tíma að
mæðast undir byrðinni. En undir
því er nú mest komið, að annað
eins þjóðarólán fái ekki að henda
aftur, því að það getur vel riðið
fjárhagslegu sjálfstæði að fullu,
að ekki sé talað um þá spilling og
þann ósóma, sem er að slíku at-
hæfi og það á hæstu stöðum.
SKATTAMÁLIN.
Árin 1924—’27:
Þegar íhaldsflokkurinn tók
við völdum 1924 og setti sér það
mark, að glíma við fjárhagsóreið-
una og skuldasúpuna, varð ekki
hjá því komist, að leggja þunga
skatta á. Sérstaklega notadrjúg-
ar í þessu efni voru þær ráðstaf-
anir, að hætt var að framkvæma
haftakák fyrri stjórna, og settur
hár verðtollur á óþarfari vöru-
tegundir. Auðvitað voru skatt-
arnir tilfinnanlegir, en það var
bót í máli, að fénu var varið til
þess að borga skuldir og létta
þannig byrðarnar í framtíðinni.
Þegar skuldirnar höfðu verið
lækkaðar, og vaxtabyrðin ein
var lækkuð um hálfa milljón, en
hinsvegar fjárkreppa og örðug-
leikar fyrir atvinnulífið í landinu,
voru skattarnir lækkaðir, einkum
þeir, sem komu niður á fram-
leiðslunni, og hefir verið getið
um þetta áður.
Fyrstu spor Framsóknar.
Á fyrsta þingi Framsóknar-
stjórnarinnar voru skattarnir
hækkaðir aftur, og það tilefni
notað, að halli hafði orðið á rík-
isbúskapnum. Ekkert þýddi að
benda á, að þetta stafa.ði mest-
megnis af því, að árið hafði verið
mjög rýrt tekjuár. Var þetta þó
mjög vel reiknað út og sýnt af
þingnefnd, sem með málið fór,
fjárhagsnefnd, að vænta mætti
tekna að óbreyttri löggjöf er
næmu 12,260,000 krónum á ári,