Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Blaðsíða 8
6
Lífsskoðanir og stjórnmál.
[IStefnir
Til hvers er eg? — Hvað er mér
fyrir beztu? — Hvaða takmark
hefir líf mitt? — Hvernig er lífi
mínu bezt varið? o. s. frv.
Svörin við þessum spurningum
og öðrum skyldum spurningum
eru vitanlega svo margskonar,
sem mest má verða, en þau
mynda sem heild í hugsun hvers
manns þær lífsskoðanir, sem
hann telur sig helzt geta aðhyllzt.
Mundi það nú yfirleitt skipta
mönnum í stjórnmálaflokka,
hvaða svör þeir gefa við þessum
spurningum? — Yfirleitt ekki,
munu eflaust margir vilja svara.
En þó er það alkunnugt, að einn
af stjórnmálaflokkunum með
þessari þjóð játar það hispurs-
laust, að hann byggi stefnu sína
á ákveðnu lífsskoðanakerfi, sem
hann þar af leiðandi breiðir út og
innrætir mönnum jafnhliða stjórn-
málaskoðununum. Þessi flokk-
ur er Kommúnistaflokkurinn, og
lífsskoðanakerfið, sem hann
byggir stefnu sína á, er Marxism-
inn, kenningar Karls Marx. —
Grundvöllurinn undir þeim kenn-
ingum er efnishyggja.
Efnishyggjan, eins og hún er
boðuð af Marxistum, telur mann-
inn vera ekkert annað en efnisfyr-
irbrigði á jörðinni. Líf hans sem
einstaklings sé aðeins leiðin frá
vöggu að gröf. Mannssálin eigi
enga sérstaka tilveru óháða lík-
amanum. Með líkamsdauðanum
sé hún búin að vera, því öll and-
ieg starfsemi mannsins sé ekkert
annað en starfsemi heilans. —
Marxistar halda því fram, að allt
tal manna um manns-sál og fram-
haldslíf hennar að líkamanum
dauðum sé skaðlegt, því að það
dragi hugi manna frá þessu —
sýnilega og áþreifanlega — lífi
og gefi mönnum tálvonir um að
geta einhverntímann notið sín,
þótt þeir verði að sætta sig við
það, að njóta sín ekki í þessu lífi.
— Þar sem nú þetta sýnilega líf
sé hið eina, þá sé séreðli einstak-
lingsins ekkert nema villi-
mennska, sem drepa verði í hon-
um eða brjóta á bak aftur, því
einstaklingurinn hafi ekkert gildi
í sjálfu sér, heldur sé starfsemi
hans öll ævarandi eign heildar-
innar — samfélagsins. — Þanmg
halda þeir því fram, að öll sú
breytni manna, sem ekki kemur
að haldi í þessu lífi, sé heimsku-
leg og gagnslaus. Þær siðareglur,
sem mannkynið hefir myndað sér
með reynslu allra alda, nefna
þeir því úreltar og virða að vett-
ugi. Skipulagið, hið svonefnda
„alræði öreiganna" muni á sínum
tíma sjá fyrir því, að öll sú