Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Page 8

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Page 8
6 Lífsskoðanir og stjórnmál. [IStefnir Til hvers er eg? — Hvað er mér fyrir beztu? — Hvaða takmark hefir líf mitt? — Hvernig er lífi mínu bezt varið? o. s. frv. Svörin við þessum spurningum og öðrum skyldum spurningum eru vitanlega svo margskonar, sem mest má verða, en þau mynda sem heild í hugsun hvers manns þær lífsskoðanir, sem hann telur sig helzt geta aðhyllzt. Mundi það nú yfirleitt skipta mönnum í stjórnmálaflokka, hvaða svör þeir gefa við þessum spurningum? — Yfirleitt ekki, munu eflaust margir vilja svara. En þó er það alkunnugt, að einn af stjórnmálaflokkunum með þessari þjóð játar það hispurs- laust, að hann byggi stefnu sína á ákveðnu lífsskoðanakerfi, sem hann þar af leiðandi breiðir út og innrætir mönnum jafnhliða stjórn- málaskoðununum. Þessi flokk- ur er Kommúnistaflokkurinn, og lífsskoðanakerfið, sem hann byggir stefnu sína á, er Marxism- inn, kenningar Karls Marx. — Grundvöllurinn undir þeim kenn- ingum er efnishyggja. Efnishyggjan, eins og hún er boðuð af Marxistum, telur mann- inn vera ekkert annað en efnisfyr- irbrigði á jörðinni. Líf hans sem einstaklings sé aðeins leiðin frá vöggu að gröf. Mannssálin eigi enga sérstaka tilveru óháða lík- amanum. Með líkamsdauðanum sé hún búin að vera, því öll and- ieg starfsemi mannsins sé ekkert annað en starfsemi heilans. — Marxistar halda því fram, að allt tal manna um manns-sál og fram- haldslíf hennar að líkamanum dauðum sé skaðlegt, því að það dragi hugi manna frá þessu — sýnilega og áþreifanlega — lífi og gefi mönnum tálvonir um að geta einhverntímann notið sín, þótt þeir verði að sætta sig við það, að njóta sín ekki í þessu lífi. — Þar sem nú þetta sýnilega líf sé hið eina, þá sé séreðli einstak- lingsins ekkert nema villi- mennska, sem drepa verði í hon- um eða brjóta á bak aftur, því einstaklingurinn hafi ekkert gildi í sjálfu sér, heldur sé starfsemi hans öll ævarandi eign heildar- innar — samfélagsins. — Þanmg halda þeir því fram, að öll sú breytni manna, sem ekki kemur að haldi í þessu lífi, sé heimsku- leg og gagnslaus. Þær siðareglur, sem mannkynið hefir myndað sér með reynslu allra alda, nefna þeir því úreltar og virða að vett- ugi. Skipulagið, hið svonefnda „alræði öreiganna" muni á sínum tíma sjá fyrir því, að öll sú
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.