Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Blaðsíða 67
Stefnir]
Pólitískt söguágrip.
65
an. Sjálfstæðismenn báru friim
írumvarp til stjórnarskrár þar
sem réttlætiskrafan var sett fram
skýrt og afdráttarlaust, en Fram-
sókn hélt sér við alveg ófullnægj-
andi tilboð. En að lokum varð það
að sætt, að milliþinganefnd skyldi
rannsaka málið.
Á næsta þingi sat við sama þóf.
Sjálfstæðismenn og Jafnaðar-
menn í nefndinni skiluðu álitum
um málið, en Framsókn ekki.
Vegna landskjörnu þingmann-
anna höfðu Sjálfstæðismenn og
Alþýðuflokkurinn helming þing-
manna í efri deild, og þetta vald
notuðu þeir til þess, að knýja á-
fram stjómarskrármálið. Lauk
þessari viðureign loks með því, að
stjómin sagði af sér, þessi stjórn,
sem hafði komið með hinn glæsi-
lega meirhluta árið áður.
Og nú var mynduð samsteypu-
stjórn þeirra, sem málið vildu
leysa með lipurð. Það er sama
stjórnin, sem enn situr. Henni
tókst svo að leysa málið á næsta
þingi, eins og kunnugt er.
Klofning Framsóknar.
Myndun samsteypustjórnarinn-
ar rekur í raun og veru smiðs-
höggið á klofning Framsóknar.
Hugarfar Jónasar Jónssonar, er
hann varð að hrökklast úr stjórn-
inni í annað sinn á skömmum
tíma, sést ef til vill skýrast á at-
höfnum hans um það bil, sem
hann fór frá. Þá klykkti hann út
með því að fyrirskipa sakamáls-
rannsóknir gegn ýmsum andstæð-
ingum sínum algerlega út í blá-
inn, rétt eins og sakamálsrann-
sókn væri eitthvert ,,grín“. En
það var „grín“, sem kostaði land-
ið nokkrar þúsundir eins og fleira
af því, sem þessi undarlegi vald-
hafi leyfði sér.
Framsóknarmönnum mun yfir-
leitt hafa verið orðið það alveg
Ijóst um þessar mundir, að beitt
hafði verið lævísi við flokkinn og
að menn höfðu verið teymdir eins
og þursar af jafnaðarmönnum öll
þessi ár. Með þessu var flokkur-
inn raunverulega klofinn. En að-
staða manna til þessa sannleika
var dálítið misjöfn. Flestir í
flokknum munu hafa viljað reyna
að breiða yfir þetta, halda áfram
eins og ekkert hefði í skorizt,
reyna að leysa stjómarskrármál-
ið með sem minnstum réttarbót-
um, en hleypa því ekki í neinn
ofsa. Þessum mönnum var um að
gera, að fá frest, og til þess var
samsteypustjórnin mynduð. Sjálf-
stæðismenn, sem nú eins og ávallt
hugsuðu meira um efni málsins en
meðferð, gátu gengið inn á þetta,
t