Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Blaðsíða 29
Stefnir] \
Stjómmálaþættir.
27
Svo koma Framsóknarárin:
1929 kr. 934.738
1930 — 1.045.473
1931 — 1.219.135
1932 — 1.457.150
Hér er því um stöðuga hækk-
un að ræða, og hana svo gífur-
lega, að þegar teknar eru með
umsamdar afborganir þá gleypa
akuldirnar allan afgang ríkis-
teknanna, þegar lögbundin gjöld
hafa verið innt af hendi, en ekk-
ert verður afgangs til fram-
hvæmda.
Hinar gífurlegu ríkisskuldir
«ru og verða næstu árin lang al-
varlegasta mein þjóðarinnar,
hlekkur um fót hennar og slag-
hrandur í dyrum. Þær eru skugg-
inn Ijóti, sem leggur yfir útsýn-
ið framundan frá Framsóknar-
stjórninni.
Tilraunir að fela.
Eitt fyrirbrigði gerir jafnan vart
við sig, bæði hjá einstaklingum
og því opinbera, þegar búið er að
fara illa með fjárhaginn: Þá er
farið að krukka í reikningana til
þess að breiða yfir það, sem gerzt
hefir. Þó að leitt sé til frásagnar,
þá verður ekki fram hjá því kom-
izt, að auðnuleysi Framsóknar í
fjármálastjórninni lcom henni út
á þessa ósæmdar braut.
Menn hafa veitt því eftirtekt,
að með landsreikningi 1930 er
komið nýtt form á reikninginn.
Liðir eru teknir út'úr og færðir sér
sem „eignahreyfingar". Séu því
bornir saman án sérstakrar at-
hugunar rekstrarreikningar fyr-
ir þann tíma og eftir hann, koma
ekki fram sambærilegar tölur. Og
svo „handhægt" er þetta nýja
form, að jafnvel árið 1930 gaf
tekjuafgang á rekstrarreikningi
að upphæð 464.903 kr.!! En þetta
stafar af því, að í þetta þægilega
hólf, „eignahreyfingar“, eru
lagðar liðlega 5 miljónir af gjöld-
um ársins!
Hér er nú óþarft að ræða um
það, hvort nýja formið sé betra
eða verra en gamla formið.
Hvorttveggja hefir sína kosti og
galla. Það er þó víst, að nýja
formið er bæði varasamara fyrir
ógætna og illa gefna stjórn, af
því að það freistar til þess, að
taka ekki nægilegt tillit til þess,
sem raunverulega þarf að áætla
tekjur fyrir á fjárlögum, og auk
þess talsvert þungskildara fyrir
almenning. En aðalatriðið er það,
að það raskar samanburðinum
við fyrri ár, eins og dæmið frá
1930 sýnir. Nýja formið sýnir á
rekstrarreikningi tekjuafgang
nærri hálfa miljón, þar sem eldra