Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Blaðsíða 66
€4
Pólitískt söguágrip.
[Stefnir
Þessu svaraði stjórnin, eins og
öllum er kunugt, með því að reka
þingið heim frá hálfunnum störf-
um og meira að segja áður en
gengið hafði verið frá fjárlögum,
þrátt fyrir skýlaus fyrirmæli
stjórnarskrárinnar um hið gagn-
stæða (þingrofið 14. apríl).
Pyrrhusarsigur 1931.
Þingrofsgerræðið vakti svo
snögg og eindregin mótmæli, að
stjórnin sá s'ér ekki annað fært en
fórna tveim af þremur ráðherr-
um. Við kosningarnar um vorið
van'n Framsókn samt sem áður
sigur, en það varð Pyrrhusarsig-
ur. Það nafn er svo til komið, að
Pyrrhus konungur herjaði á Róm-
verja og vann á þeim hvern sigur-
inn eftir annan. En svo mikið af-
hroð varð hann að gjalda í mann-
falli og öðru slíku, að hann sagði:
Vinni eg fleiri slíka sigra, þá er
úti um mig. Framsókn vann kosn-
ingarnar — en sá sigur sannaði
alveg tvímælalaust, að kosninga-
fyrirkomulagið var óhafandi. Því
að Framsókn fékk ekki nema
rúman þriðjung kjósenda, en
hreinan meiri hluta þingmanna.
Hún átti að fá 15 en fékk 23
þingmenn. Nú varð því ekki leng-
ur deilt um réttlætiskröfuna.
Og fleira kom nú til greina sem
afleiðing þessa „sigurs“. Meðal
annars varð nú Framsókn að
ganga gegnum kvalræði nýrrar
stjórnarmyndunar, og varð sú
sótt svo hörð, að varla entist sum-
arþingið til þess að sú fæðing tæk-
ist. Og þegar hún loksins tókst,
þá voru báðar andstæður flokks-
ins í ráðherrastólunum. Með
Tryggva komu inn þeir Jónas og
Ásgeir.
Var nú ekki alt slétt og fellt,
með hreinan meiri hluta þings og
báðar andstæðurnar í stjórninni?
Því fór fjarri. Syndir Framsókn-
ar voru vaskekta og máðust ekki
af við einar kosningar. Skuldirn-
ar hvíldu með reginþunga á þjóð-
inni, og stjórnin var því háð þing-
inu um skattamálin. Klofningur-
inn varð ljósari og ljósari innan
Framsóknarflokksins. Jónas hafði
komið því í kring, að bændahluti
flokksins varð miklu veikari við
kosningarnar, en hann var til
samt sem áður. Og nú komst þessi
klofning inn í sjálft stjórnarskrár-
málið. Áskoranir um endurbætur
á kosningafyrirkomulaginu bár-
ust frá þúsundum kjósenda um
allt land (þær urðu að lokum frá
um 20000 kjósendum), og ýmsir
sanngjarnari menn Framsóknar-
flokksins sáu, að hér varð ekki
móti staðið með hörku einni sam-