Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Blaðsíða 89
Stefnir]
Fjárstjórn ísafjarðar.
87
er í skuldum sem nema um 340
þús. kr. fyrir eign sem hann kaup-
ir á 300 þús. kr. en selur af mikinn
hluta fyrir 115 þús. kr. eða raun-
verulega hefir gefið fyrir 185 þús.
kr.
Tekjur bæjarsjóðs af eigninni,
þar í taldar þær óbeinu tekjur. sem
fengust vegna einokunarinn-
ar hafa á árunum 1924—33 numið
um 370 þús. kr.
Gjöldin, þar með taldar afborg-
anir um 38 þús. kr., hafa á sama
tíma numið um 328 þús. kr.
Mismunurinn, 40 þús. kr., og
söluverðið til hafnarsjóðs, 115 þús.
kr., eða alls um 155 þús. kr., hefir
orðið að eyðslueyri umfram áætl-
un á síðustu 10 árum.
Útkoman af ráðsmenskunni er
því sú, að bæjarsjóður skuldar nú
340 þíis. út á eign, sem á efnahags-
reikningi er metin 150 þús. kr.
þrátt fyrir þann aukaskatt, sem
bæjarbúar hafa orðið að greiða
■vegna einokunarinnar.
3. Neðstakaupstaðarkaupin. Ár-
ið 1927 keypti hafnarsjóður
Neðstakaupstaðar eignina fyrir
135 þús. krónur, þar með fylgdi
Skipeyrin, enn fremur áhöld ýmis
konar til fiskverkunar, lifrar-
bræðslu o. fl. Kaupin voru eftir at-
vikum mjög hagkvæm.
Brúttótekjur hafnarsjóðs af
þessari eign hafa á árunum 1927
—33 numið um 166 þús. krónum.
Gjöldin hafa hins vegar orðið um
206 þús. kr. og eru þá ekki taldir
vextir af eigninni.
Af þessari upphæð eru viðauk-
ar og endurbyggingar húsa, mest
íshússins, um 100 þús. kr. en dag-
legt viðhald húsa, bryggju og
áhalda um 106 þús. kr.
Vextir af kaupverði eignarinnar
og eignaaukningum, það er: því fé
sem í eigninni stendur, nemur með
6% vaxtafæti um 90 þús. krónum
eða gjöldin alls um 296 þús. kr.
Af þessari upphæð má telja
eignaauknigu um 100 þús. kr. en
hin raunverulegu útgjöld eru þá
196 þús. kr. og rekstrarhalli á eign-
inni þessi ár er þá um 30 þús. kr.
Er þá sýnt að leigan hefir ekki
hrokkið fyrir útgjöldum og verið
'lægri en þurft hefði til að standa
straum af eigninni, en þar við bæt-
ist að megn vanskil hafa verið á
greiðslu leigunnar.Leigjendur hafa
lengst af verið Samvinnufélag ís-
firðinga.
Viðskifti Samvinnufélags ísfirð-
inga við hafnarsjóð hafa verið þau,
að félagið hefir borgað sem svarar
eins árs leigu, en samkvæmt reikn-
ingum hafnarsjóðs skuldar félag-
ið hafnarsjóði við árslok 1933: