Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Blaðsíða 114
112
Kraftaverk Andkrists.
fStefnir
Góðar bæ kur.
Sagan um San Michele eftir dr. Axel Munthe, 488 bls. í
stóru broti. ------Verð h. 13.50, ib. 17.50 og 22.00.
Þetta er einhver ánægjulegasta bók, sem út hefir komið
erlendis langa lengi. öllum, sem lesa söguna um San
Michele þykir hún einhver unaðslegasta bókin, sem þeir
hafa lesið. Höfundurinn, sem er sænskur læknir, hefir
fyrir hana hlotið aðdáun og góðvild milljóna manna í
öllum menningarlöndum. Hér er hún á íslenzku.
Sögur frá ýmsum löndum. 1. bindi kom út árið 1932. 2.
bindi kom út árið 1933. Kosta hvort h. kr. 7.50, ib. 10.00.
Úrvalssögur beztu höfunda margra þjóða, þýddar af
snjöllum þýðendum. Safninu verður haldið áfram.
Lesið þessar bækur. --------- Fást hjá bóksölum.
Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar
og Bókabúð Austurbæjar BSE, Laugav. 34.
var hættur að berjast. Allt í einu
vissi hann, að þetta voru þau orð,
er hann hafði leitað að alla æfi
sína. Nú vissi hann hvaða boðskap
hann átti að flytja mönnunum,
og það var fátæklega líkanið, sem
leyst hafði gátuna fyrir hann.
Hann átti að fara út um allan
heim og boða: ,,Ríki yðar er ein-
vörðungu af þessum heimi“.,
„Þess vegna ber yður að bera
umhyggju fyrir þessu lífi og lifa
sem bræður. Og þér skuluð deila
út auðæfum yðar, svo að enginn
verði ríkur og enginn snauður.
Þér skuluð vinna, og jörðin skal
vera allra eign, og allir skulu vera
jafnir“.
„Engan skal hungra, enginn
skal freistast til óhófs, og eng-
inn skal líða neyð í ellinni".
„Og þér verðið að hugsa um
að efla allra hagsæld, því engin
umbun bíður yðar. Ríki yðar er
einvörðungu af þessum heimi“.
Allar þessar hugsanir ruddust
gegn um heila hans, meðan hanr
stóð þar á strætisvirkinu, og er
þessi hugsun var orðin honum
ljós, lagði hann vopn sitt niður
og lyfti því ekki framar til bar-
áttu og blóðsúthellinga.
Skömmu síðar var áhlaup gjört
á strætisvirkið að nýju, og það
unnið. Herdeildimar héldu fram
Bigrandi og bældu niður uppreisn-