Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Blaðsíða 49
Stefnir]
Stjórnmálaþættir.
47
um hefur kostað þjóðina beinlín-
is og óbeinlínis, verður áreiðan-
lega aldrei með tölum talið. En
það skiftir milljónum króna.
Ríkisstofnanirnar.
Eins og vita mátti fyrirfram,
varð sambúð þeirra, Framsókn-
ar og sósíalismans, ærið frjósöm
að allskonar ríkisstofnunum og
vafstri. Verður ekki pláss hér til
þess að rekja þá sögu, enda er
hér um stefnumun að ræða milli
þessara flokka annarsvegar og
Sjálfstæðisflokksins hinsvegar.
Sjálfstæðisflokkurinn telur ríkis-
sjóði hyggilegast í alla staði, að
láta atvinnurekstur landsins í
friði í höndum einstaklinga, en
taka með sköttum og tollum þær
tekjur, sem hann verður að fá
til sinna þarfa. Reynslan hefir
margsinnis sýnt það og sannað,
að fyrirtækin eru bezt og hagan-
legast rekin, þegar þau eru í hönd
um eigandanna sjálfra, og auk
þess geta í skjóli opinbers rekstr-
ar þróast og þrifist allskyns eit-
urjurtir, sem eru til skaða og
skammar hverju þjóðfélagi. Rík-
ið verður að reka sín fyrirtæki í
einokun, og það kemur niður á
þeim, sem við fyrirtækin skifta.
Þjóðfélagið hefir þessi stórkostl.
forréttindi fram yfir einstak-
lingana til fjáröflunar, 'pð það
getur farið ofan í hvers manns
vasa og tekið þaðan þarfir sín-
ar, meðan eitthvað er til, og hvers
vegna skyldi það þá vera að seil-
ast í hinar erfiðari aðferðir, sem
einstaklingarnir verða að viðhafa
sér tilfjáröflunar, atvinnurekstur,
með öllu því, sem þar með fylgir?
En látum þetta ágreiningsmál
liggja milli hluta. Lítum heldur á
það, hvemig stjórninni hefir tek-
ist meðferðin á þessum fyrirtækj-
um. Þar er ekki svo mjög átt við
það, hvernig þessi fyrirtæki hafa
borið sig, því að um slíkt er ekki
að ræða, þar sem einokun er. Ein-
okunarfyrirtæki ber sig alltaf,
samkvæmt sínu eðli. Það skamt-
ar verðið og kjörin, og það, sem
máli skiftir er aðeins það, hvort
fyrirtækin gefi mönnum þau
kjör, sem þeir eiga að hafa. Þetta
má meðal annars athuga með einu
dæmi, og það eru launakjör við
þessar stofnanir. Ríkið hefir nú,
síðan þessar stofnanir komu,
tvennskonar starfsmannahald,
embættastéttirnar, sem vinna öil
ábyrgðarstörf þess opinbera, og
svo starfsmennina við stofnan-
imar. Þessi tvennskonar launa-
kjör er nú vert að bera saman.
Verður sá samanburður sérstak-
lega eftirtektarverður þegar það