Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Blaðsíða 62
60
Pólitískt söguágrip.
[Stefnir
(Gullbringu- og Kjósars.), til þess
eins að aíhenda það kaupstað,
þar sem jafnaðarxnenn þóttust
eiga vísan meiri hluta. Framsókn-
arþingmennirnir í Neðri deild
urðu að greiða atkvæði með
nafnakalli þvert ofan í annað
nafnakall nokkrum dögum fyr, af
því að jafnaðarmenn heimtuðu
það. En afdrifaríkust var þó hin
harðhenta stjórn jafnaðarmanna
í síldarmálunum. Þar kúguðu þeir
Framsóknarmenn frá samvinnu-
stefnunni yfir í ríldsrekstur á
síldarbræðsluverksmiðju og þá
keyrðu þeir í gegn síldareinka-
söluna frægu, bágbornasta fyrir-
tæki, sem þekkst hefir á íslandi.
Þessum grátbroslega leik hélt
svo áfram á næstu árum. Að vísu
skifti dálítið um svipinn yfir sam-
búðinni. Fögnuður fyrstu hveiti-
brauðsdaganna fór að breytast í
snurður og lykkjuföll eins og
tíðkast, þar sem sambúð er frem-
ur stirð. En undan urðu Fram-
sóknarmenn að láta, því að líf
stjórnarinnar var dýrt. Á þingi
1929 sýndu jafnaðarmenn t. d.
mátt sinn með því, að bera fram
rétt að segja jafnmikið af frum-
vörpum eins og stjórnin sjálf.
Voru þar frumvörp um ýmsar
einkasölur og annað það, sem
jafnaðarmenn unna heitast.
Verkam'annabústaðafrv. keyrðu
þeir í gegn og sömuleiðis breyting
á síldareinkasölunni, þar sem
kvíar hennar voru færðar út.
Með aðstoð Framsóknar fengu
þeir drepið tilraun Sjálfstæðis-
manna til þess, að setja niður
vinnudeilur með þeim hætti, sem
önnur mál eru látin sæta í siðuð-
um löndum. Þ. e. með dómi hlut-
lausra manna. Þá var og kæftr
með samtökum þessara tveggja,.
raforkuveitufrumvarp Sjálfstæð-
ismanna, eitthvert lang stórfeld-
asta frumvarp, sem borið hefir
verið fram til hagsbóta sveitun-
um.
Á þingi 1930 var Islandsbanka-
málið eitthvert stórfeldasta „sam-
vinnumál“ þessara flokka, þar
sem þeim tókst að velta yfir á
landið milljónum króna alveg að
óþörfu, en tókst þó ekki að gera
allt það, sem þeir vildu.
Hér hafa verið nefnd aðeina
fá af þeim dæmum, sem sýna
hvert stefnt var í þessari sambúð.
En nú skal skýrt dálítið frá því,
hversvegna sambúðin fór að
stirðna. Má þó geta nærri, að
minnst er hægt að segja af því,
sem í raun og veru gerðist þar bak
við tjöldin.