Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Blaðsíða 21
Stefnir]
Stjómmálaþættir.
19
því saman til kosninganna, án
þess að um beina flokksmyndun
væri að ræða. Voru þeir venju-
lega kallaðir „borgaraflokkur“,
til þess að marka andstöðuna við
jafnaðarmenn. Úrslitin urðu þau,
að „borgaraflokkurinn" fákk 21
þingmann kosinn, Framsókn 13,
Alþfl. 1 og utanfl. var 1. Af þess-
um 21 þm. borgaraflokksins
gengu 18 þingmenn saman, ásamt
2 'landskjörnum og mynduðu
flokk í því skyni, að taka í taum-
ana í fjármálunum. Þrír þing-
menn „borgaraflokksins” gengu
ekki í þennan flokk, heldur héldu
þeir áfram Sjálfstæðisflokksnafn-
inu, en veittu hlutleysi þeirri
stjórn, sem íhaldsflokkurinn
myndaði. Síðar (1929) runnu svo
þessir flokkar saman, enda jafn-
an mjög lítið, sem á greindi í inn-
anlandsmálunum.
íhaldsflokkurinn var svo við
stjórn 1924—1927. í kosningun-
um, er fóru fram ’27, fékk Fram-
sóknarflokkurinn þá aðstöðu, að
hann hafði stuðning tuttugu þing-
manna (19 flokksmenn og 1 ut-
anfl. GS.), þó að hann hefði ekki
nema 9.5321^ atkvæði eða 29,8%.
En hann gekk í bandalag við
jafnaðarmenn, sem höfðu fengið
5 þingsætiogl9.5% atkvæða. Var
þá þar um meiri hluta þingmanna
að ræða og framt að helmingi
kjósenda. Mynduðu Framsóknar-
menn þá stjórn með hlutleysi jafn
aðarmanna. Sat við það til 1931.
Þá fengu Framsóknarmenn meiri
hluta þingmanna, 23 alls, þó að
þeir hefðu ekki nema 35.9% at-
kvæða.
Eins og menn rekur vafalaust
minni til, fóru kosningarnar 1931
fram undir mjög sérkennilegum
kringumstæðum. Verður það rak-
ið nánar síðar í sambandi við
stjórnarskrármálið. En hér skal
þess aðeins getið, að 14. apríl um
vorið var þingið allt í einu rofið,
og jafnframt gerðu Framsóknar-
menn feikna hvell út af því, að
Sjálfstæðismenn ætluðu að af-
nema öll kjördæmi. Kosningin fór
því fram í hreinu og beinu fáti,
og Framsóknarmenn náðu ýmsum
sveitakjördæmum á sitt vald út
af því. En um leið og Framsókn-
armenn fengu þennan kosninga-
sigur, sannaðist mjög eftirminni-'
lega nauðsyn þess að breyta þeirri
kosningatilhögun, sem gat leitt
til annarar eins fjarstæðu og
þeirrar, að um þriðjungur kjós-
endanna geti fengið meiri hluta
þingmanna. Þetta varð því upp-
haf rauna Framsóknarflokksins.
Samt sem áður var þann í meiri
hluta alveg fram að kosningunum
2*