Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Blaðsíða 112
110
Kraftaverk Andkrists.
[Stefnir
Það eru til margar góðar rit-
vélar, en engin, er að öllu
samanlögðu, jafnast á við:
REMINGTON.
Verð er hér lægra en annarstaðar á Norðurlöndum.
REMINGTON ritvélaumboð
Pósthólf 275 símí 3650,
Reykjavík.
honum, neyddi hana til þess að
stíga úr honum og dró hann að
einni þvergirðingunni.
Og er menn reyndu að velta
vagninum upp á strætisvirkið,
féll ferðakista ein til jarðar. Lok-
ið hrökk upp og meðal annars,
er út úr kistunni valt, var hið út-
skúfaða Kristlíkan.
Múgurinn réðist á það, í því
skyni að ræna það, en sá brátt,
að skart þess var svikið og með
öllu verðlaust; hann tók því að
hlæja að því og draga dár að því.
Uppreisnarmennimir létu það
ganga mann frá manni, unz einn
þeirra laut niður að því, til þess að
skoða kórónu þess. Kom hann þá
auga á orðin, sem krotuð voru á
hana: „Ríki mitt er einvörðungu
af þessum heimi“.
Maðurinn kallaði orðin upp
hárri röddu, og nú æptu allir, að
þetta litla líkan skyldi vera stríðs-
merki þeirra. Þeir báru það upp
á brún virkisins og settu það þar
upp, sem herfána.
Meðal þeira, er virkið vörðu,
var maður einn, hann var ekki fá-
tækur daglaunamaður; það var
lærður maður, sem alið hafði ald-
ur sinn í lesstofu sinni. Hann vissi
deili á allri þeirri eymd, er menn-
ina þjakar, og hjarta hans var
fullt meðaumkunar, og leitaði
hann því sífellt úrræða til að bæta