Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Blaðsíða 17
Stefnir]
Lífsskoðanir og stjórnmál.
15
og hafa helzt ekki viljað trúa því,
að andstæðingarnir væru svo mik-
il illmenni að gera þau mál póli-
tísk. En það þýðir nú ekki lengur
að loka augunum fyrir því sem
er. Marxistamir í þessu landi eru
fyrir löngu búnir að gera öll slík
mál pólitísk. Og nái flokkur okk-
ar völdum eftir næstu kosningar,
þá þarf hann ekki að hugsa sér að
halda þeim stundinni lengur, ef
hann lætur það með öllu afskifta-
laust, hvaða lífsskoðanir eru boð-
aðar þjóðinni. Hann verður að
taka sér til fyrirmyndar þær þjóð-
ir, sem rekið hafa „rauðu hætt-
una“ af höndum sér. Hann verð-
ur að vita, að efnishyggjan er
ekki lengur sú lífsskoðun, sem
mestu vitmenn og vísindamenn
heimsins hallast að. Hann verður
að vita, að heimsskoðun efnis-
byggjunnar er nú ekki lengur
tekin alvarlega af öðrum en þeim,
sem annað hvort halda fast við
hana af vanþekkingu, eða þeim,
sem sjá sér hag í því, að sem
flestir dæmi lífið út frá henni. —
Meðal þeirra eru Marxistarnir,
því efnishyggjan er grundvöllur-
inn undir stjórnmálastefnu þeirra,
og jafnskjótt og efnishyggjunni
er almennt hafnað, svífa allar
þeirra bollaleggingar í lausu lofti.
Sjálfstæðisflokkurinn, sem hef-
ir valið sér það háleita hlutverk
að vernda einstaklingsfrelsið með
þessari þjóð, má því ekki vera
reikull í ráði í þessu efni. Ef það
er vilji hans að standa jafnframt
á verði gegn stjórnmálaspilling-
unni, þá verða menn í þessum
flokki að vita, að tal þeirra og
skrif móti spilltu stjórnarfari, ó-
ráðvendni og samvizkubraski er
ekki tekið alvarlega, nema þeir
séu af lífi og sál mótfallnir slíku.
Hvað þýðir, að skrifað sé um það
í blöðum Sjálfstæðisflokksins, að
þessi og þessi Framsóknar-
,,broddurinn“ steli af ríkisfé, ef
þau sömu blöð sýna það ekki í
einu og öllu, að þeim gangi eitt-
hvað dýpra til en flokkshagsmun-
ir einir að vera mótfallnir stuldi.
Hvað þýðir, að frambjóðendur
þessa flokks séu að vandlætast út
af lygum, svikum og gerræði and-
stæðinganna, ef þeir sömu fram-
bjóðendur eru máske manna
fljótastir til að brosa háðsbrosi,
hvert sinn er þeir heyra lífið met-
ið siðferðilegu mati.
önnur hlið þessa máls er það,
að það sé fagurt og göfugt að fyr-
irgefa og umbera, og er ekki frítt
við, að á þá strengi hafi verið
slegið innan þessa flokks, síðan
samsteypustjórnin komst á lagg-
iinar. En mér er nærri að halda.