Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Blaðsíða 107
Stefnir]
Kraftaverk Andkrists.
105
til klausturstjórans og sýndi hon-
um hið heilaga barn. Og þá furð-
aði hversu það hefði komist út í
náttmyrkrið.
En klausturstjórinn lét hringja
kirkjuklukkunum og kalla munk-
ana til tíðahalds. Og allir munkar
Aracoeli-klaustursins gengu inn
í hina stóru og skuggalegu
kirkju til þess að setja líkanið aft-
ur á sinn stað með viðeigandi há-
tíðahaldi.
Þjáðir og örmagna gengu þeir
skjálfandi í hinum þungu vað-
málskuflum sínum. Margir voru
þeir, er ekki gátu tára bundist,
sem væru þeir úr lífshættu leystir.
„Hvernig hefði farið fyrir oss“,
sögðu þeir, „hefði vor eina hug-
svölun verið frá oss tekin? Er
það ekki Andkristur, sem tælt
hefir hið heilaga barn Róma-
borgar út úr helgidómi þeim, er
því skýldi?“
En er þeir ætluðu að setja
kristslíkanið inn í altari þess í
bænhúsinu, fundu þeir hið falsaða
líkan þar fyrir, líkanið, sem bar
þessa áletran á kórónu sinni:
„Ríki mitt er einvörðungu af þess-
um heimi“.
Er þeir aðgættu það nánar,
fundu þeir áletranina.
Þá snéri klausturstjórinn sér til
munkanna og sagði við þá:
CABESO,
hinn nýi gosdrykkur fer
sigurför um allan heim.
CABESO,
inniheldur mjólkursýru
sem styrkir liffærin.
CABESO,
hefir ljúffengan og
svalandi súran keim.
CABESO,
hefir með réttu verið
nefnt heilbrigði á flösk-
um.
CABESO,
er aðeins framleitt hér
á landi hjá
H.f. 01gerðin
Egill Skaliagrímsson.
Reykjavik
Simi 1390. Simnefni Mjððnr.