Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Blaðsíða 96
94
Kraftaverk Andkrists.
[Stefnir
ákallaði þá um kraft til að fá af-
stýrt óhöppum þeim, sem nótt
þessi virtist boða.
Valvan hafði eigi heldur heyrt
neitt af þessu. Með allri sálu
sinni hlustaði hún á söng engl-
anna, sem varð æ kraftmeiri. Að
síðustu hljómaði hann með þvílík-
um krafti, að hirðarnir vöknuðu.
Þeir risu upp við olnboga og sáu
ljómandi herskara silfurhvftra
engla svífa uppi í dimmunni, í
löngum blaktandi röðum, eins og
farfuglahópa. Sumir þeirra höfðu
lúta og fiðlur í höndunum, aðrir
sítara og hörpur, og söngur þeirra
hljómaði glaðlega sem bams-
hlátur og áhyggjulaust sem fugls-
kvak. Þegar hjarðm,ennirnir
heyrðu þetta, risu þeir á fætur og
bjuggust til að fara heim til
fjallaborgarinnar, sem var heim-
kynni þeirra, og skýra þar frá dá-
semdum þeim, er þeir höfðu heyrt
og séð.
Þeir þreifuðu sig áfram eftir
mjóum og bugðóttum götuslóða
og gamla valvan hélt á eftir þeim.
Allt í einu varð heiðbjart uppi á
fjallinu. Stór og skær stjama
tindraði yfir því miðju, og borgin
á tindi þess glitraði sem silfur í
stjörnuskininu. Allir englahóp-
arnir, sem áður sýndust svo
stefnulausir, beindu flugi sínu
þangað, hratt og með fagnaðar-
ópum, og hirðarnir hvöttu spor-
ið, svo að þeir því sem næst hlupu.
Þegar þeir komu inn í borgina,
urðu þeir þess vísir, að englarnir
höfðu safnast saman yfir litlu
fjárhúsi, sem lá nærri borgarhlið-
inu. Þetta var lélegur kofi, með
stráþaki og var nakinn klettur-
inn aftari veggur hans. En yfir
kofa þessum leiftraði stjarnan og
þangað söfnuðust æ fleiri og fleiri
englar. Nokkrir þeirra settust á
þakið eða á brattan klettavegg-
inn að húsabaki, en hinir svifu á
vængjum sínum yfir húsinu. —
Ljómann af hinum björtu vængj-
um þeirra bar hátt upp á himin-
inn.
Á sömu stundu og stjarnan
kviknaði yfir fjallaborginni,
vaknaði gervöll náttúran, og
mennirnir, sem staddir voru á
Kapitolium-hæðinni, komust ekki
hjá að verða þess varir. Þeir
fundu, að hressandi, en þó þýð-
ur blær leið um loftið. Ljúfur ilm-
ur streymdi um þá, þytur fór um
lauf trjánna, Tiber-fljótið niðaði,
stjörnurnar blikuðu og tunglið
var allt í einu komið hátt á him-
inn og stafaði geislum niður á
jörðuna. Og báðar dúfurnar
komu nú svífandi niður úr loftinu
og settust á axlir keisarans.