Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Blaðsíða 40
38
Stjómmálaþættir.
[Stefnir
tekst aldrei að fá nógu magnað
til þess að jöfnuður komist á þú-
skapinn, er sú skuggahlið, sem
jafnan er á ofmikilli fjáreyðslu.
Við það verður nú ekki sloppið
fyrst um sinn. En á fáu væri nú
landinu meiri þörf en kjarkmikl-
um og vitrum fjármálaráðherra
með einhuga flokk bak við sig,
sem gæti framkvæmt þann niður-
skurð á útgjöldum, sem auðsjáan-
lega verður ekki komist hjá, ef
hugsa á til þess að rétta við.
FJÁRMÁLASTJÓRN UTAN RÍKIS-
BÚSKAPARINS.
Ríkisbúskapurinn og það,
hvernig honum er stjórnað, er
orðinn afar mikill þáttur í allri
afkomu þjóðarinnar, vegna þess,
hve mikinn part af öllum þjóðar-
tekjunum ríkið er farið að draga
undir sig beinlínis. En samt er
þetta ekki nema einn þáttur fjár-
málastjórnarinnar. Auk þess
koma svo til greina afskifti þess
opinbera af ýmsum öðrum fjár-
málum og óbein áhrif á afkomu
alla. Verður hér minnst á nokkra
þætti þessarar fjármálastjórnar.
Bankamálin.
Til þess að mynda sér skoðun
á aðferðum flokkanna í þessum
fjármálum, er gott að athuga af-
stöðu þeirra og aðfarir við banka-
málin.
Framsóknarflokkurinn hefir
nálega frá byrjun, og að minnsta
kosti síðan Jónas Jónsson kom á
þing, einkennt stefnu sína í þess-
um málum með látlausum ofsókn-
um á annan bankann, Islands-
banka. Og þar sem þetta var
aðalbanki landsins, ofinn og flétt-
aður inn í atvinnulíf þjóðarinnar
eins og slíkar stofnanir jafnan
hljóta að vera, þá hefðu menn
átt að geta lesið út úr þessu þá
hugvekju, að fela ekki þeim
mönnum, sem slíkt leyfa sér, á-
byrgð á fjármálum þjóðarinnar.
Á stríðstímunum og næst á eft-
er voru ákaflega mikil lausatök
á bankamálunum, ekki aðeins
hér, heldur engu síður í öðrum
og reyndari þjóðfélögum. Bank-
arnir voru látnir valsa með seðla-